jafnvel um nætur er ég áminntur hið innra

Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis.
Ég segi við Drottin: "Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig."
Á hinum heilögu sem í landinu eru og hinum dýrlegu _ á þeim hefi ég alla mína velþóknun.
Miklar eru þjáningar þeirra, er kjörið hafa sér annan guð.
Ég vil eigi dreypa þeirra blóðugu dreypifórnum og eigi taka nöfn þeirra mér á varir.
Drottinn er hlutskipti mitt og minn afmældi bikar; þú heldur uppi hlut mínum.
Mér féllu að erfðahlut indælir staðir, og arfleifð mín líkar mér vel.
Ég lofa Drottin, er mér hefir ráð gefið, jafnvel um nætur er ég áminntur hið innra.
Ég hefi Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar, skriðnar mér ekki fótur.
Fyrir því fagnar hjarta mitt, sál mín gleðst, og líkami minn hvílist í friði,
því að þú ofurselur Helju eigi líf mitt, leyfir eigi að þinn trúaði sjái gröfina.
Kunnan gjörir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.

Sálmur 16


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Sverrir minn, ég kíkti á bloggið þitt í dag og finnst mér alltaf gott að kíkja hér á bloggið þitt.

En takk fyrir góða pistla.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Júdas

Mér þætti vænt um að þið læsuð færsluna mína og gerðuð eldri kútinn minn að fyrirbænaefni.  Hann er ljúfur drengur með sterka samvisku og leita drottins í neyðinni.  Von mín er sú að hann kynnist Drottni líka í gleðinni og gleymi honum ekki á ljúfum stundum.  Ég hef beðið fyrir honum frá því hann fæddist og trúi því að þessi bæn hafi nú þegar verið heyrð.

Júdas, 9.4.2009 kl. 10:32

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sverrir minn

Fallegur sálmur.

Kíki inná síðuna þína Júdas.

GLEÐILEGA PÁSKA

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband