Góð kvöldstund í góðra vina hópi

Var nú í þessu að koma frá Hvítasunnukirkjunni á Selfossi ásamt vini mínum og kærustunni hans.
Þetta var virkilega góð og blessandi samvera sem kallast "Celebrate recovery - Líf 12 spora fundir"
Mig langar hér að deila með ykkur bæn sem og ljóðum/stökum (ekki viss hvað á að kalla þetta) sem þessi yndislegi vinur minn skrapaði saman.

 

Þó þú trúir ekki þá trúir hann á þig
þó þú efist þá efast hann ekki um þig
þótt þú sért tíndur þá sér hann þig
þegar þér finnst þú einn þá er hann þér hjá
hvað sem þú kannt að gera horfir hann á
hvernig sem þú hegðar þér þá elskar hann þig
allt sem hann sér geymir hann með sér
já því ekki að trúa þá
AMEN

 

Seldur í Rómverjanna hendur manni sínum af.
Pontius pílatus þvoði sínar hendur af Gyðinganna málum.
Húðstríktur og niður brotinn hermönnunum af Jesú fyrirgaf.
Maður kom þar að tók á sínar herðar tréð sem festur var hann á,
nelgdur syndum manna krossinn á,
svo við mættum syndlaus verða tók hann okkar syndir sig á
og hlaut bana af.
En á þeirri stundu bað hann faðir sinn
fyrirgef þú þeim því þeir vita ei hvað þeir gera.
það er fullkomnað og andinn yfirgaf.
En á þriðja degi fjötraði hann sjálfan Anskotann
og reis úr heljum með lykill þann er fjötraði hann.
Sagði postulunum sannleikann steig svo upp til himna,
faðir sinn að finna og mannkyninu að sinna.

 

Hvar er Guð meðan heimurinn leikur lausum hala,
við hvern er fólk að tala,
það má af þessu draga að fólk sé ekki við sinn Guð að tala
því svona boðar hann ekki okkur að haga,
hann vill aðeins okkur laga svo við megum lifa fleiri daga,
svona er nú þessi saga.

Höfundur: Brúnó Scheving Thorsteinsson

 

Ef þú lest þetta Brúnó minn að þá þakka þér fyrir virkilega skemmtilega blessandi og góða samveru.
þú hefur stórt og gott hjarta sem svo auðvelt er að þykja vænt um.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sverrir minn***

Meiriháttar að heyra frá þér í gær. Alltaf gott að spjalla. Það er það sem fólk á að gera.

En annars góður pistill hjá þér vinur og það er ávalt gaman að lesa það sem þú skrifar.

Það er gott að það hafi verið gaman hjá ykkur í Selfossi í gær. Það er æðislegt.

Hafðu það sem best vinur...

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 19:00

2 identicon

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:04

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir þetta Sverrir. Ég fer stundum á Selfoss á mánudagskvöldum og það er virkilega gefandi stundir. Guð blessi þig ríkulega.

Kv. Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 14.4.2009 kl. 23:01

4 Smámynd: Sverrir Halldórsson

Group HUG takk fyrir innlitið fallega fólk, mér finnst ég svo lánsamur að hafa svona einstaklinga eins og ykkur í spjallfæri.

Þið eruð á bænalistanum mínum elsku vinir

Sverrir Halldórsson, 14.4.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband