25.3.2009 | 22:28
Alla vegu mína gjörþekkir þú minn Guð
þú rannsakar og þekkir mig.
Hvort sem ég sit eða stend, þá veist þú það, þú skynjar hugrenningar mínar álengdar.
Hvort sem ég geng eða ligg, þá athugar þú það, og alla vegu mína gjörþekkir þú.
Því að eigi er það orð á tungu minni, að þú, Drottinn, þekkir það eigi til fulls.
Þú umlykur mig á bak og brjóst, og hönd þína hefir þú lagt á mig.
Þekking þín er undursamlegri en svo, að ég fái skilið, of háleit, ég er henni eigi vaxinn.
Hvert get ég farið frá anda þínum og hvert flúið frá augliti þínu?
Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar, þótt ég gjörði undirheima að hvílu minni, sjá, þú ert þar.
Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við hið ysta haf, einnig þar mundi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér.
Og þótt ég segði: "Myrkrið hylji mig og ljósið í kringum mig verði nótt," þá myndi þó myrkrið eigi verða þér of myrkt
og nóttin lýsa eins og dagur, myrkur og ljós eru jöfn fyrir þér.
Því að þú hefir myndað nýru mín, ofið mig í móðurlífi.
Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel.
Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar.
Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn.
En hversu torskildar eru mér hugsanir þínar, ó Guð, hversu stórkostlegar eru þær allar samanlagðar.
Ef ég vildi telja þær, væru þær fleiri en sandkornin, ég mundi vakna og vera enn með hugann hjá þér.
Ó að þú, Guð, vildir fella níðingana. Morðingjar! Víkið frá mér.
Þeir þrjóskast gegn þér með svikum og leggja nafn þitt við hégóma.
Ætti ég eigi, Drottinn, að hata þá, er hata þig, og hafa viðbjóð á þeim, er rísa gegn þér?
Ég hata þá fullu hatri, þeir eru orðnir óvinir mínir.
Prófa mig, Guð, og þekktu hjarta mitt, rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar, og sjá þú, hvort ég geng á glötunarvegi, og leið mig hinn eilífa veg.
Sálmur 139
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 29.3.2009 kl. 14:35 | Facebook
Athugasemdir
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 26.3.2009 kl. 08:48
Takk, takk fyrir fallegan pistil.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:35
Allar "Athugasemdir" gegn sannleikanum á þessu bloggi verður mætt af fullum þunga með bæn, beiðni og þakkargjörð ásamt ríkulegum blessunum.
hahahaa þetta er alger snilld
Guð blessi þig ríkulega á öllum sviðum líffsins
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 09:00
Sæll og blessaður
Frábær sálmur, að hugsa sér að augu þín-Guðs sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn.
Guð vissi um tilvist okkar löngu áður en við vorum mynduð í móðurkviði. Öll erum við sérstök og við áttum að fæðast
Þetta vers segir okkur heilmikið um að við eigum ekki að taka fram fyrir hendurnar á Guði með því að láta fjarlægja barn úr móðurkviði löngu áður en barnið er fullburða. Guð var búinn að ákveða tilvist þessa barns og búinn að gefa því líf í móðurkviði.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.3.2009 kl. 00:34
Já vissulega er Guð með plan og pælingu sem langt yfirstígur okkar jarðvistarlegum pælingum. Takk
Ragnar Kristján Gestsson, 28.3.2009 kl. 19:44
Takk fyrir þetta kæri vinur!
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 29.3.2009 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.