Hvað merkir það að vera endurfædd kristin manneskja?


Spurning: Hvað merkir það að vera endurfædd kristin manneskja?

Svar: Sígildur kafli í Biblíunni sem svarar þeirri spurningu er Jóhannes 3:1-21. Drottinn Jesús Kristur er að tala við Nikódemus, áhrifamikinn farísea og ráðherra meðal Gyðinga. Nikódemus hafði komið til Jesú á næturþeli. Nikódemus var með spurningar sem hann vildi bera upp við Jesúm.

Meðal þess sem Jesús sagði við Nikódemus var þetta: „Sannlega, sannlega segir ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju.” Nikódemus segir við hann: „Hvernig getur maður fæðst, þegar hann er orðinn gamall? Skyldi hann geta komist aftur í líf móður sinnar og fæðst?” Jesús svaraði: Sannlega, sannlega segir ég þér: Enginn getur komist inn í Guðs ríki, nema hann fæðist af vatni og anda. Það sem af holdinu fæðist er hold, en það sem af andanum fæðist er andi. Undrast eigi, að ég segi við þig: Yður ber að fæðast að nýju… (Jóhannes 3:3-7).

Orðið „endurfæddur” merkir bókstaflega „fæddur að ofan”. Nikódemus hafði brýna þörf. Hann þurfti að breyta hjarta sínu – undirgangast andlega umsköpun. Ný fæðing, það að endurfæðst, er verk Guðs og miðlar eilífu lífi til þess einstaklings sem trúir á Guð (Seinna Kórinsubréf 5:17; Títusarbréf 3:5; Fyrra Pétursbréf 1:3; Fyrsta Jóhannesarbréf 2:29; 3:9; 4:7; 5: 1-4, 18). Jóhannes 1:12-13 gefur til kynna, að „endurfæddur” beri líka með sér hugmyndina um að „verða Guðs börn” með því að treysta nafni Jesú Krists.

Sú rökræna spurning hlýtur að vakna: „Hvers vegna þarf manneskja að endurfæðast?” Í bréfi sínu til Efesusmanna (2:1) segir Páll postuli: „Þér voruð eitt sinn dauðir vegna afbrota yðar og synda.” Og Rómverjum skrifaði postulinn í bréfinu til þeirra (3:23): „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.” Þannig þarf manneskja að endurfæðast til að fá syndir sínar fyrirgefnar og vera í sambandi við Guð.

Hvernig getur það orðið? Í Efessusbréfinu 2:8-9 segir: „Því af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því.” Þegar manneskja hefur verið „frelsuð” hefur hún fæðst að nýju, verið andlega endurnýjuð, og er nú Guðs barn í krafti endurfæðingarinnar. Að treysta Jesú Kristi, sem greiddi syndagjaldið þegar hann dó á krossinum, felur í sér að „endurfæðast” andlega. „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til…” (Seinna Kórintubréf 5:17).

Ef þú hefur aldrei treyst Drottni Jesú Kristi sem frelsara þínum, viltu þá velta fyrir þér áminningu Heilags anda þegar Hann tala til hjarta þíns? Þú þarft að endurfæðast. Viltu biðjast iðrunarbænar og verða ný sköpun í Kristi á þessum degi? „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans. Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.¨

Ef þú vilt taka við Jesú Kristi sem frelsara þínum og fæðast á ný, þá er hér einföld bæn. Mundu að það mun ekki frelsa þig að fara með þessa bæ eða neina aðra. Það er aðeins með því að trúa og treysta Kristi Jesú sem þú getur frelsast undan syndinni. Þessi bæn er einfaldlega ein leið til að tjá Guði trú þína á Hann og þakka Honum fyrir að sjá fyrir hjálpræði þínu.

Guð, ég veit að ég hef syndgað gegn Þér og verðskulda refsingu. En Jesús Kristur tók á sig refsinguna sem ég verðskuldaði, svo mér yrði fyrirgefið fyrir trúna á Hann. Ég sný baki við syndum mínum og treysti á Þig til hjálpræðis. Þakka þá undursamlega náð þína og fyrigefningu – gjöf eilífs lífs. Amen.

 

Eina skilyrði til að sættast við hinn Lifandi Guð er einfalt, svo sára einfalt... Bara að trúa á Jesús.

Jóhannes 3.16-21 (aðalega 18. vers)

16Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. 17Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn heldur til þess að frelsa hann.
18Sá sem trúir á son Guðs dæmist ekki. Sá sem trúir ekki er þegar dæmdur því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina. 19En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið því að verk þeirra voru vond. 20Hver sem illt gerir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins svo að verk hans verði ekki uppvís. 21En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins svo að augljóst verði að verk hans eru í Guði gerð.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur pistill hjá þér Sverrir. Gangi þér vel.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 16:29

2 Smámynd: Aida.

Amen,amen,amen.

Aida., 13.3.2009 kl. 17:14

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

flott og Guð/Jesús blessi þig

Og takk að vera kominn á mína síðu. Síðan þín er flott

kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 13.3.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband