Trúðu og treystu Guði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka,
sá er segir við Drottin: "Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á!"
Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt glötunarinnar,
hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita,
trúfesti hans er skjöldur og verja.
Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina, sem flýgur um daga,
drepsóttina, er reikar um í dimmunni, eða sýkina, er geisar um hádegið.
Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar,
þá nær það ekki til þín.
Þú horfir aðeins á með augunum, sér hversu óguðlegum er endurgoldið.
Þitt hæli er Drottinn, þú hefir gjört Hinn hæsta að athvarfi þínu.
Engin ógæfa hendir þig, og engin plága nálgast tjald þitt.
Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.
Þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.
Þú skalt stíga ofan á höggorma og nöðrur, troða fótum ljón og dreka.
"Af því að hann leggur ást á mig, mun ég frelsa hann, ég bjarga honum,
af því að hann þekkir nafn mitt.
Ákalli hann mig, mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni,
ég frelsa hann og gjöri hann vegsamlegan.
Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt."

sálmur 91


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er afar fallegur sálmur Sverrir. Takk fyrir!

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 23:55

2 identicon

Takk Sverrir minn. Takk æðislega fyrir falleg orð.

Takk.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 04:48

3 Smámynd: Aida.

Amen.Hallelúja.

Aida., 17.3.2009 kl. 08:26

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen fallegur sálmur

kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 17.3.2009 kl. 08:49

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Einn af mínum uppáhaldssálmum

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.3.2009 kl. 12:38

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Yndislegur sálmur sem hægt er að lesa aftur og aftur. 

Drottinn er okkar hjálpari. 

"Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér?" Heb. 13.6

Hjálp mín kemur frá Drottni skapara himins og jarðar." Sálmur 121:1

"Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?" Róm. 8:31

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2009 kl. 20:15

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sálmur 91 er mjög fallegur.

Eins næsti sálmur á undan, en Ó,Guð vors lands er ort út frá sálmi 90.

Guð blessi þig.

Bestu kveðjur/Jenni.

Jens Sigurjónsson, 17.3.2009 kl. 20:56

8 Smámynd: Eygló Hjaltalín

Þetta mjög fallegur sálmur,og er reindar með mínum upáhalds sálmum,eigðu Guðs þakkir fyrir.

vertu Guði fallinn.

kveðja Eygló.

Eygló Hjaltalín, 17.3.2009 kl. 21:13

9 identicon

Sæll Sverrir.

Takk fyrir þetta, þessi sálmur var góð lesning fyrir mig.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 02:21

10 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Já þvílík fyrirheit sem að við eigum í Drottni. Við höfum svo sannarlega ekkert að óttast

Unnur Arna Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 08:47

11 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

takk fyrir mig, þarna eru einmitt frelsunarversin mín, 10-14

Ragnar Kristján Gestsson, 18.3.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband