En ef einhver syndgar, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesú Krist


Börnin mín! Þetta skrifa ég yður til þess að þér skuluð ekki syndga. En ef einhver syndgar, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesú Krist, hinn réttláta.
Hann er friðþæging fyrir syndir vorar og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heimsins.
Og á því vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér höldum boðorð hans.
Sá sem segir: "Ég þekki hann," og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum.
En hver sem varðveitir orð hans, í honum er sannarlega kærleikur til Guðs orðinn fullkominn. Af því þekkjum vér, að vér erum í honum.
Þeim sem segist vera stöðugur í honum, honum ber sjálfum að breyta eins og hann breytti.
Þér elskaðir, það er ekki nýtt boðorð, sem ég rita yður, heldur gamalt boðorð, sem þér hafið haft frá upphafi. Hið gamla boðorð er orðið, sem þér heyrðuð.
Engu að síður er það nýtt boðorð, er ég rita yður, sem er augljóst í honum og í yður, því að myrkrið er að hverfa og hið sanna ljós er þegar farið að skína.
Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er enn þá í myrkrinu.
Sá sem elskar bróður sinn, hann er stöðugur í ljósinu og í honum er ekkert, er leitt geti hann til falls.
En sá sem hatar bróður sinn, hann er í myrkrinu og lifir í myrkrinu og veit ekki hvert hann fer, því að myrkrið hefur blindað augu hans.
Ég rita yður, börnin mín, af því að syndir yðar eru yður fyrirgefnar fyrir sakir nafns hans.
Ég rita yður, þér feður, af því að þér þekkið hann, sem er frá upphafi. Ég rita yður, þér ungu menn, af því að þér hafið sigrað hinn vonda.
Ég hef ritað yður, börn, af því að þér þekkið föðurinn. Ég hef ritað yður, feður, af því að þér þekkið hann, sem er frá upphafi. Ég hef ritað yður, ungu menn, af því að þér eruð styrkir og Guðs orð er stöðugt í yður og þér hafið sigrað hinn vonda.
Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins.
Því að allt það, sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum.
Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.
Börn mín, það er hin síðasta stund. Þér hafið heyrt að andkristur kemur, og nú eru líka margir andkristar komnir fram. Af því vitum vér, að það er hin síðasta stund.
Þeir komu úr vorum hópi, en heyrðu oss ekki til. Ef þeir hefðu heyrt oss til, þá hefðu þeir áfram verið með oss. En þetta varð til þess að augljóst yrði, að enginn þeirra heyrði oss til.
En þér hafið smurning frá hinum heilaga og vitið þetta allir.
Ég hef ekki skrifað yður vegna þess, að þér þekkið ekki sannleikann, heldur af því að þér þekkið hann og af því að engin lygi getur komið frá sannleikanum.
Hver er lygari, ef ekki sá sem neitar, að Jesús sé Kristur? Sá er andkristurinn, sem afneitar föðurnum og syninum.
Hver sem afneitar syninum hefur ekki heldur fundið föðurinn. Sá sem játar soninn hefur og fundið föðurinn.
En þér, látið það vera stöðugt í yður, sem þér hafið heyrt frá upphafi. Ef það er stöðugt í yður, sem þér frá upphafi hafið heyrt, þá munuð þér einnig vera stöðugir í syninum og í föðurnum.
Og þetta er fyrirheitið, sem hann gaf oss: Hið eilífa líf.
Þetta hef ég skrifað yður um þá, sem eru að leiða yður afvega.
Og sú smurning, sem þér fenguð af honum, hún er stöðug í yður, og þér þurfið þess ekki, að neinn kenni yður, því smurning hans fræðir yður um allt, hún er sannleiki, en engin lygi. Verið stöðugir í honum, eins og hún kenndi yður.
Og nú, börnin mín, verið stöðug í honum, til þess að vér getum, þegar hann birtist, átt djörfung og blygðumst vor ekki fyrir honum, þegar hann kemur.
Þér vitið, að hann er réttlátur. Þá skiljið þér einnig, að hver sem iðkar réttlætið, er fæddur af honum.

Fyrsta bréf Jóhannesar 2

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aida.

Amen,amen,amen.

Love u kallin og takk fyrir þetta.

Aida., 1.4.2009 kl. 18:10

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Yndislegt orð Sverrir. Takk fyrir og Guð blessi þig daginn.

Ég dró mannakorn handa þér. Jes 40:10-11.

Guðmundur St Ragnarsson, 1.4.2009 kl. 21:58

3 identicon

Sæll Sverrir minn.

Meiriháttar færlsa hjá þér. Þú ert meiriháttar á blogginu og í þessum málum. Þetta er yndislegt að hyera og ég fylgist alltaf með þínum skrifum. Þetta er meiriháttar flott hjá þér. 

Gangi þér sem best vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:59

4 Smámynd: Sverrir Halldórsson

Aida = Love u líka kelling    

Guðmundur = Takk fyrir mannakornið elsku bróðir, þetta hitti fersklega í mark hjá þér, takk fyrir mig, Drottinn blessi þig

Jesaja 40:10-11

10Sjá, hinn alvaldi Drottinn kemur sem hetja, og armleggur hans aflar honum yfirráða. Sjá, endurgjald hans fylgir honum, og fengur hans fer á undan honum.

    11Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu, en leiða mæðurnar.

Valgeir = Verði þér hjartanlega að góðu vinur. Ég er búin að hlakka til að hitta þig. Vertu í bandi þegar þú hefur tíma (ekkert stress)

Allir hinir og þessir = Takk fyrir innlitið og útlitið   Engin þörf að þakka mér, þetta er allt Jesú. Megi dagurinn hjá þeim sem þetta les verða blessaður bak og fyrir í Jesú nafni amen

Sverrir Halldórsson, 2.4.2009 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband