Takk kæru bloggvinir mínir

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir viðbrögðin við þessari bloggsíðu þennan stuttan tíma sem ég hef verið bloggandi hér og vil hvetja alla sem lesa þennan pistil að skrifa í gestabókina. Smile


Ég er svo þakklátur fyrir að vera Guðs barn og eiga Heilagan Anda sem minn besta vin.
Heilagur Andi gerir Jesús dýrðlegan.
Ég vil segja það að Heilagur Andi gefur mér orð að mæla þegar ég skrifa, bið, eða þegar ég tala við Heilagan Anda þá talar hann stöðuglega við mig og gefur mér skilning á Biblíunni og allt sem tengist henni.
Það besta sem hefur gerst í lífi mínu er það að ég hef eignast lifandi trú á Jesú Krist, Drottinn vorn sem skapaði himinn og jörð.
Drottinn Jesús hefur líka gefið mér Heilagan Anda sem er hér á jörðunni til að hjálpa mér við að biðja og þegar ég leita Drottins.

Ég tek fram að HeartHeilagur AndiHeart fær allan heiðurinn af þessari bloggsíðu og ég er þjónn hans sem vil gera vilja Drottins í einu og öllu.


Heilagi Faðir, ég þakka þér fyrir að fá að þjóna í Guðs ríki.
Ég þakka þér fyrir að þú hefur gefið mér viljastyrk og hefur tekið veikleika minn og breytt honum í styrkleika.
Í veikleika mínum varstu minn styrkur og þú læknaðir mig á líkama, anda og sál og ég þakka þér fyrir að þú ert minn konungur og Drottinn.
Ég vil fara út á akurinn og sá þínu korni til að Orð þitt fái framgengt og að það megi smjúga inn í hjartarætur og innst að sál viðkomandi manneskju sem les þessa bæn.
Ég vil lofa þig og tigna, einnig vil ég vegsama þig með líkama mínum, anda og sál.
Ég þakka þér fyrir að þú hefur gefið mér sterka trúarvini í göngunni og þá sérstaklega hinu fyrstu sem hafa stutt mig alla leið og bið blessunar yfir þeirra lífum.
Ég veit að þú gafst mér þessa vini til þess að ég myndi ekki falla frá trúnni á þig. Ég er svo þakklátur fyrir það sem þú hefur gert í lífi mínu.
Þú hefur læknað mín sár bæði andleg og líkamleg sár og ég vil þakka þér fyrir það.
Ég elska þig Drottinn af öllu mínu hjarta, sálu og mætti.
Drottinn, þú elskaðir mig af fyrra bragði og þannig vil ég læra að elska eins og þú elskar mig.
Ég vil þakka þér fyrir að þú hefur talað mikið til mín og gefið mér vísbendingar og í raun köllun inn í líf mitt en það verður bara á milli mín og þín þangað til þú gefur mér leyfi til að segja frá henni.
Ég bið fyrir öllum þeim sem þrá að fyllast þér og ég þakka þér fyrir að þú ert sannur og trúfastur Drottinn, í Jesú nafni,
AMEN.

 

Hér er svo texti við lag sem varð mér minnistætt allt frá því þegar Guð first vitjaði mín sem unglingur.

Aðeins Jesús verðugur þess er

Aðeins Jesús verðugur þess er
að fá alla lofgjörð og dýrð.
Aðeins Jesús verðugur þess er
því hann er lifandi Guð.

Já, ég lofa hann,
ég lofa hann,
og blessa hans heilaga nafn.

Já, ég lofa hann,
ég lofa hann,
því hann er lifandi Guð.

 

Takk fyrir innlitið.

Kveðja,

Sverrir  Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aida.

Amen,amen,amen.

Takk yndislegur.

Eg bara brosi breitt.

Aida., 3.4.2009 kl. 12:33

3 identicon

Sæll Sverrirminn.

Meiriháttar flott blogg hjá þér vinur og þú stendur þig svo sannarlega vel. Sendu mér endilega línu við tækifæri. Ertu í Reykjavík núna? Það væri gaman að reyna að hittast um helgina.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 19:43

4 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Frábært, Guð er góður. Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 3.4.2009 kl. 21:52

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég stend reyndar í þakkarskuld við þig, þú hjálpaðir mikið til við umræðuna mín megin um hvíldardaginn. Hafðu kærar þakkir fyrir það, og Guð geymi þig og blessi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.4.2009 kl. 01:26

6 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Komdu blessaður og sæll!

Þetta er fallegt og gott framtak hjá þér.

Guð veri með þér!

Takk fyrir

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 4.4.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband