Guðs Þjónn

 

Kæru vinir

Ég finn núna að Heilagur Andi hefur lagt á mitt hjarta að tala um hvernig þjónn Guðs eigi að vera og hvað þjónn Guðs er,  í hans augum.
Ég tek það fram að Heilagur Andi fær allan heiðurinn að þessu bloggi því að þekking mín er í molum en ég ætla að skrifa það sem Drottinn segir mér að skrifa og ég treysti honum fyrir þessu eins og öllu öðrum þáttum í lífi mínu.
Takk fyrir viðbrögðin á hinum blogg færslunum og ég vil segja ykkur að ég elska ykkur.

 Ég vill byrja á smá bæn.
Heilagi Faðir, takk fyrir það að þú hefur kallað mig til verka, og að ég er byrjaður á hluta af þinni köllun inn í mitt líf.
Ég vil horfa á þig Jesús og að einbeita mér að þér því þú ert það besta sem ég hef eignast í þessu lífi.
Þú leitar að þeim sem eru heilshugar í því sem þeir gera eins og þú segir í 2.kron. 16, 9.
Ég bið þig Drottinn Jesús um að hjálpa mér að skrifa þetta blogg og að það verði innblásinn af þér elsku Faðir.
Ég elska þig af öllu mínu hjarta, sálu og mætti.
Þú segir að trúin er dauð án verka.
Ég vil ekki hafa dauða trú, heldur vil ég hafa lifandi trú á þig Faðir.
Ég treysti algjörlega á þig því að þú þekkir mig meira en ég sjálfur þekki sjálfan mig og ég vil biðja þig um að hjálpa mér að þekkja þig enn meir en áður.
Ég vil tala út blóð Jesús yfir þetta blogg og yfir alla þá sem lesa þetta, að þeir munu vakna til lífsins.
Í Jesú nafni, AMEN


Þá er best að koma sér að efninu sem er þjónn Guðs.
Þið hafið væntanlega verið að velta því fyrir ykkur af hverju ég hef verið að skrifa blogg hér inn á netið og hver tilgangurinn er.
Ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta er sú að Drottinn hefur gefið mér mikinn kærleika til fólksins og ég ber umhyggju fyrir því og mér er annt um að sál þeirra að þau frelsist frá fjötrum syndarinnar, fangelsi óvinarins.
En jafnframt hefur Drottinn Jesús kallað mig til verka til að gera þetta, og ég trúi því að þetta hefur áhrif á fólkið sem les skrifin því að Drottinn notar þessar bloggfærslur til að tala við og vinna í hjarta yðar til þess að við getum séð með sálarsjón Hans.
Þessi skrif er aðeins hluti af minni andlegu þjónustu til fólksins og ég trúi að Drottinn Jesús hafi eitthvað stórkoslegt fyrirhugað fyrir mig í framtíðinni og ykkur.
Og svo hefur þetta styrkt mig líka mjög mikið í trúnni, og ég hef öðlast mikla visku og þekkingu á Drottni Jesú í gegnum Heilagan Anda.
Heilagur Andi hefur leitt mig á þessari göngu og ég þakka honum fyrir að hann gaf mér hlýðni.
Þannig að þetta er Guðs verk sem er innblásið af Heilögum Anda en ekki mitt verk.
Það er skemmtilegt og spennandi að þjóna Drottni af öllu hjarta, sálu og mætti.
Ég veit líka að þetta eru sáðkorn sem ég er að sá inn í líf ykkar sem lesa þetta og veit að þetta hefur áhrif á ykkur.
Ég veit ekki hvernig áhrif en þetta er áhrifaríkt og það er líka alltaf skemmtilegt að fá jákvæð viðbrögð við þessum bloggum.
Svo vil ég einnig framfylgja því sem stendur í...

Matteus 28:19-20

Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.


Samkvæmt þessum boðum eigum við að gera allar þjóðir að lærisveinum þ.e.a.s. að kenna fólkinu um Orð Guðs, Drottinn og allt sem viðkemur trú okkar.
Við eigum ekki að standa út í horni og gera ekki neitt því að vilji Drottins er sá að bera út fagnaðarerindi Friðarins sem er Jesús Kristur og það sem hann gerði fyrir okkur á Golgata(Hauskúpuhæð;) og að hann er upprisinn og lifir í dag.
Þó svo við erum börn Guðs þá vill Drottinn að við verðum jafnframt þjónar hans og þjónum honum af heilum huga hvort sem það sé smátt eða stórt í okkar huga.
Ég get sagt ykkur það að Drottinn mun launa ykkur ríkulega ef við förum eftir boðum hans.
Drottinn vill að við hlýðum og gerum hans vilja.

En til hvers eigum við að þjóna og hvað eigum við að gera til þess að þjóna Drottni?
Í hverju felst að þjóna Drottni af heilum huga?
Ef við skoðum hvað Jesús segir í Orði Guðs um þetta efni, hvaða niðurstöðu fáum við út úr því?

Ég ætla að reyna að svara þessum spurningum fyrir ykkur.


Í fyrsta lagi gengur ekki að þjóna tveimur herrum heldur er best að þjóna Drottni Jesús og gera það sem hann vill að við gerum.
Hann skapaði okkur og vill samfélag við okkur.
Drottinn Jesús vill persónulegt samfélag við okkur vegna þess að hann vill að við öðlumst það sem hann hefur upp á að bjóða.
Það sem Heilagur Andi hefur upp á að bjóða eru náðargjafir (t.d tungutal, lækningagáfur, spádómsgáfur) en einnig náð Guðs, blessanir, og fleira og svo vill hann fylla okkur sínum Heilaga Anda og gefa okkur bestu gjöfina sem er eilíft líf sem er bara fyrir Náð Drottins.
En jafnframt umvefur hann okkur kærleika sínum og gefur okkur frið sem er æðri öllum skilningi ef við lútum hans vilja.
Við eigum að sækjast meira í Kærleika Guðs en nokkuð annað.

Í öðru lagi eigum við að vera lifandi vitnisburðir, þ.e.a.s. líf okkar á að bera ávöxt og að fólk sjái á lífi okkar að við þjónum til Drottins Jesús og að við erum leidd af Anda speki og visku sem er Heilagur Andi.


Mig langar að spurja þig að einu.
Ef þú myndir fara í þjónustu hjá hverjum myndirðu þjónusta?
Hvort eigum við að þjóna Guði eða mönnum?

Ég vil segja fyrir mitt leyti að ég mun og vil þjóna Drottni Jesús frekar en mönnum en Drottinn vill að við þjónum inn í líf manna t.d. ég er að þjóna inn í líf ykkar núna með þessum skrifum sem er Guðs verk.
Ef við förum þá leið að þjóna Drottni Jesús þá hefur hann lofað okkur blessunum inn í okkar líf.
Mér finnst mjög merkilegt að Páll Postuli talar um hina heilögu.
Ég er á því og trúi að þeir sem þjóna til Drottins séu hinir heilögu því að Drottinn gerir þá að heilögum.
Því Drottinn segir við okkur í Orði sínu... "Verið heilagir því ég er Heilagur".
Ég vil benda á að við höfum val um að velja til hverns við þjónum, heiminum eða Jesú Kristi.

Allavega vel ég Jesús því hann er Drottinn og er STERKARI en allt annað sem til er í heiminum? Drottinn Jesús hefur sigrað heiminn og dauðann og allt það vald sem heimurinn upp á að bjóða.
Ég vil hvetja ykkur að lifa í sigrinum og vera með Jesús í liði frekar en heiminum því Jesús lifir í dag.

Í þriðja lagi vil ég benda á að við sem trúum höfum djörfung og fullvissu að trúa því að Drottinn vilji lækna sjúka og muni gera það, þá mun hann gera það.
Ég vil setja hér ritningarvers um þessa hluti.

Mark. 16:17-18

En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa:
Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, taka upp höggorma,
og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af.
Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir.


Einnig vil ég setja fram þetta, til að sýna fram á að við sem trúum munum gjöra verk sem Jesús gjörði og jafnvel meiri verk.

Jóhannesarguðspjall 14:12-13

Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri.
Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins",

og...
hvers sem þér biðjið í mínu nafni, það mun ég gjöra, svo að faðirinn vegsamist í syninum.

Nú langar mig að hvetja ykkur öll sem lesa þetta blogg að trúa því að Drottinn muni lækna, frelsa, leysa ykkur úr fjötrunum því það er það sem Drottinn Jesús vill gera.
Gerðu Jesús dýrlegan í öllu sem þú gerir, gefðu honum þakkir og heiður.

Trúið að þið hafið öðlast það sem þið hafið beðið um í bæn í Jesú nafni því þá mun það veitast.

Heilagi Faðir, takk fyrir orðin sem þú gafst mér.
Ég er þakklátur fyrir það að fá að þjóna þér.
Ég vil biðja þig um að reisa fleiri þjóna í þínu nafni sem munu standa á trú sinni alveg sama hvað gerist í þeirra lífi.
Því að hver sem týnir lífi sínu fyrir trú á þig mun ekki glatast.
Ég þakka þér fyrir að þú hafir frelsað mig frá öllu illu og umturnað lífi mínu svo mikið að ég hreinlega stundum skil ekki hvernig.
En þú megnar allt og enginn hlutur er þér um megn.
Ég bið fyrir öllum þeim sem lásu þessi orð og ég bið þess að þau verði að bænasvari og þau sem eru ófrelsuð munu frelsast og þeir sem eru óskírðir, munu skírast í Heilögum Anda í Jesú nafni, AMEN.
Takk Jesús :)


Guð blessi ykkur
Sverrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sverrir minn.

Ég er ekki búin að lesa alla þessa grein þína hérna að ofan en það sem ég er byrjaður á að lesa er mjög gott. Eigðu góðar stundir vinur og takk fyrir góðan boðskap.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband