I AM ALIVE

Heil og sæl í Jesú nafni kæru bloggvinir mínir.

Bara rétt að láta vita að ég er á lífi (tékkar púlsinn) ...jebb, pumpan tikkar enn Cool

Mun halda áfram að bloggast í júní einhvertíman, lífið hefur haldið mér busy sl. vikur.

Sakkna ykkar og vonandi sendið þið mér smá kveðju svo ég hafi eitthvað að lesa og gleðjast yfir þegar ég kem aftur að skjánum.

Bið að Drottinn blessi og varðveiti þig með yfirflæðandi kærleik sínum lesandi góður.

Sverrir


Alone

Alone I can't change the world
Alone I can't find my way
Alone I can't be remembered
Alone I can't build an empire
Alone I can't be admired
Alone I can't end hunger
Alone I can't be the best man I can be
Alone always alone.

Even in the company of others I feel often alone
I can be in a crowd yet so much alone
I long to have someone here by my side
But I am alone
No hugs do i get when i am at home
My very own family knows not my feelings on this

I work alone
I walk alone
I talk alone
I live alone
I sleep alone
i wish to be WHOLE
I become strong in the process but ill still be alone.

Longing to have someone
But no one i see
Alone I stare at the sky
Alone I dream
Alone I hope and alone i pray
Pray to my God who is oh so merciful and powerful
He lets me find my way even when i am alone

Alone I play
Alone I swim
Alone I cry
Alone I scream
Alone I watch t.v.
Alone I look at the stars

It’s no fun to be alone
To do everything on your own
To live with no recognition
No one to share pride and joy
Wanting to have someone to live life with
I wish to be WHOLE
I become strong in the process but ill still be alone.

Alone i travel and walk on this earth
And alone i wonder and often ponder
What should have been or could have
Alone with no one with this topic to share
Alone with no one by my side here to stay

Without Jesus I would be lonely and not just alone
I´m alone on the outside but not in my soul
Alone when this world seemed so gloomy and gray
Even the Bible sais its not good for a man to be alone
But for now... it seems i have to continue alone
With my God and my savior in my heart i now end
I just hope and i pray that I won't die alone

Að elska Guð á hverjum degi.

"Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.  
Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð.
"            
Matt 22:37-38

    * Hvernig er bænarlífi þínu háttað þínu ?

    * Hvernær var það síðast sem þú varst ein/einn á bæn þar til þú fannst að þú varst ekki lengur ein/einn?

    * Hversu mikið elskar þú Drottinn?


Samband okkar við Drottinn verður stöðuglega að vera í vexti.
Bæn, að elska og lesa Orðið, að játa og tala út það sem tilheyrir Guði eru leiðir til að líf okkar verði gagntekið af ást til Drottins.
Við verðum að verða ástfangin af Jesú og halda áfram að vera ástfangin af honum og það er ómögulegt ef við ræktum ekki persónulega sambandið við hann.

Til að efla okkar lóðrétta ástarsamband við Guð eru þrjár leiðir, bænin, Orðið og tilbeiðslan.
Samkomur mega ekki vera eini tíminn í vikunni sem við tjáum Guði ást okkar.
Það verður fyrst gegnumbrot í andlegum vexti okkar þegar bænin, Orðið og tilbeiðslan eru hluti af kærleikssambandi okkar við Föðurinn á hverjum degi í tíma og ótíma.

Guð þráir persónulegt samband/samfélag við þig lesandi góður, það var nú einu sinni aðal tilgangurinn með að skapa okkur manneskjurnar til að byrja með.

Hann þráir að hjarta okkar og hugsanir séu stöðugt að leita hans, rannsaka Orð hans og leita hans vilja í öllum hlutum sem verða á vegi okkar í lífinu. Stórum sem smáum.

Gefðu þér tíma í dag til að elska Drottinn í bæn, tilbeiðslu og lestri í Orði hans.

 

Takk fyririnnlitið og ég bið að hinn Lifandi Guð snerti við þér og mæti þér á persónulegan hátt núna á þessari stundu í Jesú nafni, Amen.


Sjá morgunstjarnan blikar blíð

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Sjá, morgunstjarnan blikar blíð,
sem boðar náð og frelsi lýð
og sannleiks birtu breiðir.
Þú blessun heims og harmabót,
þú heilög grein af Jesse rót,
mig huggar, lífgar, leiðir.
Jesús, Jesús,
líknin manna, lífið sanna,
ljósið bjarta,
þér ég fagna, hnoss míns hjarta.

Þú dásöm perla, dýr og skær,
þú djásnið mannkyns, Jesús kær,
þú eilíf alheims gleði,
þú himinlilja' í heiminum,
þitt heilagt evangelíum
er svölun særðu geði.
Herra, Herra,
himneskt manna, hósíanna!
Hátign þinni
vegsemd, dýrð og lof ei linni.

Takk fyrir daginn og náðina í Jesú nafni, Amen


sæll er sá maður, sem treystir þér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hversu yndislegir eru bústaðir þínir, Drottinn hersveitanna.
Sálu mína langaði til, já, hún þráði forgarða Drottins, nú fagnar hjarta mitt og hold fyrir hinum lifanda Guði.
Jafnvel fuglinn hefir fundið hús, og svalan á sér hreiður, þar sem hún leggur unga sína: ölturu þín, Drottinn hersveitanna, konungur minn og Guð minn!
Sælir eru þeir, sem búa í húsi þínu, þeir munu ætíð lofa þig.
Sælir eru þeir menn, sem finna styrk hjá þér, er þeir hugsa til helgigöngu.
Er þeir fara gegnum táradalinn, umbreyta þeir honum í vatnsríka vin, og haustregnið færir honum blessun.
Þeim eykst æ kraftur á göngunni og fá að líta Guð á Síon.
Drottinn, Guð hersveitanna, heyr bæn mína, hlýð til, þú Jakobs Guð.
Guð, skjöldur vor, sjá og lít á auglit þíns smurða!
Því að einn dagur í forgörðum þínum er betri en þúsund aðrir, heldur vil ég standa við þröskuldinn í húsi Guðs míns en dvelja í tjöldum óguðlegra.
Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn. Hann synjar þeim engra gæða, er ganga í grandvarleik.
Drottinn hersveitanna, sæll er sá maður, sem treystir þér.

Sálmur 84

 

 Vinir, Drottinn Gefi ykkur góðan og glaðan dag í Jesú nafni, Amen


Góð kvöldstund í góðra vina hópi

Var nú í þessu að koma frá Hvítasunnukirkjunni á Selfossi ásamt vini mínum og kærustunni hans.
Þetta var virkilega góð og blessandi samvera sem kallast "Celebrate recovery - Líf 12 spora fundir"
Mig langar hér að deila með ykkur bæn sem og ljóðum/stökum (ekki viss hvað á að kalla þetta) sem þessi yndislegi vinur minn skrapaði saman.

 

Þó þú trúir ekki þá trúir hann á þig
þó þú efist þá efast hann ekki um þig
þótt þú sért tíndur þá sér hann þig
þegar þér finnst þú einn þá er hann þér hjá
hvað sem þú kannt að gera horfir hann á
hvernig sem þú hegðar þér þá elskar hann þig
allt sem hann sér geymir hann með sér
já því ekki að trúa þá
AMEN

 

Seldur í Rómverjanna hendur manni sínum af.
Pontius pílatus þvoði sínar hendur af Gyðinganna málum.
Húðstríktur og niður brotinn hermönnunum af Jesú fyrirgaf.
Maður kom þar að tók á sínar herðar tréð sem festur var hann á,
nelgdur syndum manna krossinn á,
svo við mættum syndlaus verða tók hann okkar syndir sig á
og hlaut bana af.
En á þeirri stundu bað hann faðir sinn
fyrirgef þú þeim því þeir vita ei hvað þeir gera.
það er fullkomnað og andinn yfirgaf.
En á þriðja degi fjötraði hann sjálfan Anskotann
og reis úr heljum með lykill þann er fjötraði hann.
Sagði postulunum sannleikann steig svo upp til himna,
faðir sinn að finna og mannkyninu að sinna.

 

Hvar er Guð meðan heimurinn leikur lausum hala,
við hvern er fólk að tala,
það má af þessu draga að fólk sé ekki við sinn Guð að tala
því svona boðar hann ekki okkur að haga,
hann vill aðeins okkur laga svo við megum lifa fleiri daga,
svona er nú þessi saga.

Höfundur: Brúnó Scheving Thorsteinsson

 

Ef þú lest þetta Brúnó minn að þá þakka þér fyrir virkilega skemmtilega blessandi og góða samveru.
þú hefur stórt og gott hjarta sem svo auðvelt er að þykja vænt um.

Eternity

Alveg magnað myndband, kraftmikil orð.


Vill þú verða Guðs barn og lifa lífinu lifandi?

Áður en ég byrja á að tala um efni dagsins þá langar mig að segja ykkur hversu glaður ég er að tilheyra og fá að fá að þjóna í Guðs ríki og einnig vil ég benda á og segja að ég trúi því að Heilagur Andi hafi snert við ykkur.
Það er það sem hvetur mig áfram til að skrifa blogg sem eru smurð af Heilögum Anda.


Einhverjir skilja ekki ástæðuna af hverju ég er að þessu en það er ástæða fyrir þessu.
Sú ástæða er að ég þrái að sjá fleiri taka á móti Jesú sem persónulegum frelsara.
Drottinn Jesús gefur mér það sem ég þarf að nota hverju sinni í þessum blogg færslum og öllu öðru sem ég tek mér fyrir hendur.
Ég er afar þakklátur fyrir viðbrögðin sem ég hef fengið frá ykkur og þá sérstaklega þeim sem hafa skrifað mér prívat skilaboð.
Það er æðislegt að vita að Drottinn er að gera stórkostlega hluti í lífi ykkar og svo sannarlega er þetta uppörvandi fyrir mig.

Ég treysti því að það sem Drottinn gefur mér að skrifa að það muni snerta við fólkinu þegar það les þetta blogg því ég trúi og veit með vissu að smurning Heilags Anda er yfir þessum pistlum.

Þetta vers vill ég setja fram til að segja þér það að Drottinn elskar okkur og vill eignast samfélag við þig en það er undir þér komið hvort þú segir já eða nei við Jesú.
Ég hef tekið á móti Guðs gjöf sem er eilíft líf og ég hef eignast líf í fullri gnægð.
Ég þarf ekkert annað en það.

Hér er versið.

Drottinn Jesús sagði: „En leitið fyrst hans ríkis og réttlætis og allt annað mun veitast að auki.“ (Matteus 6:33)

Hvað þýðir svo þetta vers?

Þetta vers þýðir einfaldlega það að við eigum að leita til Drottins með allt í okkar lífi og biðja um að Drottinn geri okkur réttlát.
Takið eftir seinni hlutanum!!
Sá partur þýðir það að "ef" ég leita Drottins Jesús af öllu hjarta þá mun Drottinn gefa mér líf í fullri gnægð.
Þetta vers segir mér líka það að við þurfum ekki á neinu öðru að halda.


Það sem við þurfum að eignast er líf með Jesú Kristi því að hann gefur líf en ekki dauða.
Hann tekur huluna af hjarta okkar til þess að við fáum að sjá og heyra í honum á raunverulega og lifandi hátt.
Hann mun frelsa okkur ef við áköllum nafn hans.
Við getum ekki þjónað bæði Drottni og heiminum.
Við þurfum að velja og hafna um leið hinum.
Ég hef valið að þjóna Drottni Jesú og hafna því sem heimurinn hefur upp á að bjóða og ég sé ekkert eftir því vegna þess að Jesús hefur reist mig upp andlega.

Ég hvet þig kæri lesandi að taka þessa ákvörðun í dag því að það gæti verið of seint á morgun.
Jesús getur komið hvenær sem er á hvaða tíma sem er og hvaða dag sem er og ekki vitum við hvenær okkar tími kemur að yfirgefa þetta jarðvistarlíf

Ég hvet þig að taka á móti Jesú núna því hann mun mæta þér á perónulegan hátt og frelsa þig þegar þú ákallar nafn hans.

Guð er kærleikur og hann vill ekki að við glötumst því hann elskar okkur. Drottinn Jesús hefur gert það sem við gátum ekki gert og nú bíður Drottinn Jesús eftir því að við tökum þá ákvörðun að fylgja Jesú.
      
Fyrir þau sem vita ekki um hvað ég er að skrifa , þá vil ég segja ykkur hvað Drottinn Jesús gerði fyrir okkur.
Jesús bar þá mestu þjáningu sem til er.
Hann dó fyrir okkur til að frelsa okkur frá syndum okkar.
Ég vil taka það fram að Jesús sagði að ef það væri ekki Guðs vilji að þá hefði hann getað kallað á englaher til þess að berjast á móti þessu.
Drottinn Jesús var hýddur og slegin með 39 svipuhöggum.
Þetta voru ekki venjulegar svipur heldur voru þær með göddum. Geturðu ímyndað þér sársaukann sem fylgir því að vera sleginn 39 sinnum með þessum svipum? Sett var þyrnikóróna á höfuð Jesú þar sem þyrnarnir stungu hann og það fór að blæða.
Ég verð að segja að ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta var en þetta er mesta þjáning sem til er.
Hann var krossfestur á höndum og fótum. Þjáning Jesú Krists var líkamleg og andleg en nú ætla ég að tala um andlegu þjáninguna.
Hvernig myndi þér líða ef allir vinir þínir, nákomnir ættingjar og allir aðrir myndu yfirgefa þig?
Yrði það ekki mjög erfitt að vita það að allir hefðu yfirgefið þig?
Allt í einu ertu ein/n á báti og þarft að hugsa um sjálfa/n þig en engin vill hjálpa þér?
Ég vil taka það fram að þannig var það með Jesú alveg frá því að hann var handtekinn.
Pétur afneitaði honum þrisvar sinnum og allir lærisveinarnir tvístruðust og flýðu því þeir voru hræddir.
Svo þegar Jesús tók allar syndir mannkynsins á sig að þá hafði Guð Faðirinn yfirgefið hann því að öll synd var sett á Jesú.
Jesús keypti okkur í eitt skipti fyrir öll með blóði sínu.

Kæri lesandi , ég hvet þig til þess að taka á móti Jesú sem frelsara og lausnara inn í þitt líf.
Þú munt öðlast líf í fullri gnægð og Drottinn Jesús mun gefa þér það sem þú biður um.
Hefur hann ekki sagt að hann muni ekki gefa stein ef við biðjum um brauð?
Það er þessi kærleikur sem Drottinn Jesús ber til okkar.
Drottinn Jesús elskar okkur og hann vill ekki að við glötumst.
Ef þú ert ekki viss hvort þú sért frelsuð/frelsaður og tilheyrir hinum Lifandi Guði og ert jafnvel hrædd/ur við tilveruna og dauðann, taktu þá á móti Jesú, bjóðum honum inn í hjarta þitt.
Opnaðu fyrir honum og flóðgáttir himna munu uppljúkast yfir þig og hann mun blessa þig og gefa þér líf í fullri gnægð.
Jesús hefur gengið sinn veg og tekið sinn kross til þess að bjarga ÞÉR. Smile

Þetta er sannkallað fagnaðarerindi og gleði tíðindi.

En ert þú tilbúin til að taka þinn kross og ganga mjóa veginn og fylgja Jesú og hlýða kalli hans?
Ef svo er farðu þá með þessa bæn upphátt og meintu hana í hjarta þínu, þú munt ekki komast hjá því að upplifa breytingar í hugarfari og hjartalagi, það er yfirnáttúruleg staðreynd.

Heilagi Faðir, ég vil koma til þín því ég er ekkert án þín.
Þú ert mér allt.
Þú gefur mér líf í fullri gnægð.
Viltu fyrirgefa mér syndir mínar og gera þær hvítari en snjó.
Ég elska þig Jesús og ég þakka þér fyrir að þú gefur líf.
Ég bið þess, Jesús komdu inn í hjarta mitt og sálu, frelsaðu mig Jesús, því ég þarfnast þín.
Ég vil ekki þjóna heiminum lengur.
Ég vil ekki tilheyra heiminum, heldur vil ég tilheyra þér og taka á móti öllum þeim blessunum sem þú hefur lofað þeim sem tilheyra þér.
Ég þakka þér að ég er nú þitt Guðs barn og um leið þjónn þinn.
Í Jesú nafni Amen.


Drottinn Jesús blessi þig og varðveiti.
Þeim sem Guð elska, samverkar allt til góðs.

Ef þú hefur tekið á móti Jesú sem þínum persónulegum frelsara að þá bið ég þér velkominn í fjölskyldu Lifandi Guðs og óska þér til hamingju með nýja lífið.


Endilega hafðu samband við mig ef þú vilt að ég persónulega biðji fyrir þér fyrir hverju sem liggur á hjarta þínu eða ef þú hefur einhverjar spurningar um þetta nýja andlega frelsi sem þú nú hefur tekið á móti.

Gleðilega Páska.

Ykkar bloggvinur og þjónn, Sverrir


Hvað gerðist eiginlega á páskunum?

Það virðist vera að margir séu ekki með atburðarrás páskanna alveg á hreinu og ég verð að viðurkenna að ég er einn af þeim um hverja páska. Blush

so here goes...


Páskahátíð gyðinga

Páskahátíð gyðinga var og er haldin í minningu þess að Ísraelsmenn flúðu frá Egyptalandi c.a. 1400-1300 f. Kr. Hátíðin er yfirleitt haldin í apríl (fyrsta fulla tungl eftir vorjafndægur). Á dögum Jesú var hefðin sú að allir gyðingar sem tök höfðu á áttu að fara til Jerúsalem að halda páska. Menn ferðuðust langar leiðir m.a. frá Afríku og Grikklandi.

Páskamáltíðin var haldin í minningu þess að áður en Ísraelsmenn héldu brott frá Egyptalandi borðuðu þeir páskalambið og síðar ósýrð brauð (þ.e.a.s. gerlaust brauð). Þess vegna var páskahátíðin stundum nefnd hátíð hinna ósýrðu brauða. Síðasta kvöldmáltíðin sem Jesús átti með lærisveinum sínum var einmitt þessi páskamáltíð.
Páskar kristinna manna

Kristnir menn minnast ekki frelsunar Ísraelsþjóðarinnar frá Egyptalandi á páskum, heldur minnumst við þeirra atburða sem gerðust þegar Jesús var krossfestur og sigraði dauðann.
Dymbilvika (kyrra vika)

Dymbilvika er síðasta vikan fyrir páska. Dymbill er trékólfur sem settur var í kirkjuklukkur síðustu vikuna fyrir páska (frá Pálmasunnudegi fram að Páskadegi) til þess að þær hljómuðu ekki eins skært.

Hvað gerðist í dymbilvikunni?

Pálmasunnudagur: Innreið Jesú í Jerúsalem ( Matt. 21:1-11)
Jesús var á leiðinni til Jerúsalem til þess að halda páska. Hann kom ríðandi á asna inn í borgina, var honum fagnað af mannfjöldanum og fólkið dreifði klæðum sínum og pálmgreinum á götuna (þannig var konungum fagnaðí þá daga).

Mánudagur: Hús mitt á að vera bænahús (Mark. 11:15-19)
Þeir pílagrímar sem komu til musterisins höfðu ekki allir tök á að koma með dýr til fórnfæringar. En til þess að kaupa fórnardýr þurftu pílagrímarnir að skipta peningum í gyðinglega mynt. Mikið af mönnum unnu fyrir sér með því að stunda þessi viðskipti í musterinu. Þegar Jesús kom inn í musterið sá hann öll þau viðskipti sem þar fóru fram reiddist og sendi þá burt. Síðan kenndi hann þeim sem eftir voru Guðs orð.

Þriðjudagur: Þeir gáfu af alsnægtum sínum en hún af skorti sínum (Mark. 12:41-44)
Jesús sat gegnt fjárhirslunni og horfði á fátæka konu gefa af því litla sem hún átti. Hann benti á að hún hefði gefið mun meira en hinir ríku.

Miðvikudagur: Júdas Ískaríot fór til æðstu prestanna (Mark. 14:10-11)
Júdas Ískaríot hafði samband við æðstu prestana. Hann fékk 30 silfurpeninga fyrir að aðstoða þá við að handsama Jesú (30 silfurpeningar voru venjulegt verð fyrir þræl).

Skírdagur: Síðasta kvöldmáltíðin (Matt 26:26-30)
Jesús hafði safnað lærisveinum sínum saman til páskamáltíðar. Á þessum degi minnumst við upphafs hinnar heilögu kvöldmáltíðar, altarisgöngunnar. Nafn dagsins vísar til hreinsunarinnar (skír=hreinn s.b.r. skíragull). Áður en kvöldmáltíðin hófst þvoði Jesús fætur lærisveinanna þaðan kemur tilvísunin í hreinleikann.

 

Föstudagurinn langi: Jesús krossfestur (Mark. 15:6-42)
Eftir að Jesús hafði verið yfirheyrður af Pontíusi Pílatusi var hann krossfestur á Golgata, Hauskúpustað.

Laugardagur: Hvíldardagur
Á laugardeginum, sem var hvíldardagur gyðinga, földu lærisveinar Jesú sig. Þeir voru hræddir um að færi fyrir þeim eins og Jesú.

jesus-is-risen-from-the-dead.jpgSunnudagur: Upprisa Jesú (Mark. 16:1-9)
Á fyrsta degi vikunnar fóru María Magdalena og María hin að gröfinni til þess að smyrja líkama Jesú með smyrslum eins og venja var. Þegar þær komu að gröfinni var búið að velta steinunum frá grafarmunnanum og inni í gröfinni sat engill sem færði þeim þær fréttir að Jesús væri upprisinn og að hann mundi hitta lærisveina sína í Galíleu.

 

 

 

 

 

Eftir páska
Uppstigningardagur

Er haldinn hátíðlegur 40 dögum eftir páska. Jesú var með lærisveinum sínum í 40 daga eftir upprisuna, samanber heimildir í guðspjöllunum og Postulasögunni. Á uppstigningardag reis Jesú upp til himna.
Hvítasunnan

Hvítasunnan (Postulasagan 2:1-5)er haldin hátíðleg 10 dögum eftir uppstigningardag. Þá minnumst við þess að Jesús fyllti lærisveina sína heilögum anda.

 

...hvað er svo með þessi blessuðu páskaegg eiginlega?! GetLost

Um þetta leyti árs fara fuglar að verpa og einhvern tímann hefur orðið til einhverskonar eggjahátíð. Síðar tengdist þessir siður páskum og fékk nýja merkingu. Eggin táknuðu nýtt líf. Fólk neytti ekki eggja á föstunni og þótti börnum það mikil hátíð að fá loksins egg á páskum, en hinir ýmsu páskaeggjasiðir hafa oftast tengst börnum. Súkkulaðipáskaegg er yngsti páskaeggjasiðurinn og var það Björnsbakarí sem var fyrst til þess að búa til páskaegg úr súkkulaði á Íslandi árið 1920.

 

Vonandi kom þetta að gagni Joyful

Gleðilega Páska 


jafnvel um nætur er ég áminntur hið innra

Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis.
Ég segi við Drottin: "Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig."
Á hinum heilögu sem í landinu eru og hinum dýrlegu _ á þeim hefi ég alla mína velþóknun.
Miklar eru þjáningar þeirra, er kjörið hafa sér annan guð.
Ég vil eigi dreypa þeirra blóðugu dreypifórnum og eigi taka nöfn þeirra mér á varir.
Drottinn er hlutskipti mitt og minn afmældi bikar; þú heldur uppi hlut mínum.
Mér féllu að erfðahlut indælir staðir, og arfleifð mín líkar mér vel.
Ég lofa Drottin, er mér hefir ráð gefið, jafnvel um nætur er ég áminntur hið innra.
Ég hefi Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar, skriðnar mér ekki fótur.
Fyrir því fagnar hjarta mitt, sál mín gleðst, og líkami minn hvílist í friði,
því að þú ofurselur Helju eigi líf mitt, leyfir eigi að þinn trúaði sjái gröfina.
Kunnan gjörir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.

Sálmur 16


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband