Vill þú verða Guðs barn og lifa lífinu lifandi?

Áður en ég byrja á að tala um efni dagsins þá langar mig að segja ykkur hversu glaður ég er að tilheyra og fá að fá að þjóna í Guðs ríki og einnig vil ég benda á og segja að ég trúi því að Heilagur Andi hafi snert við ykkur.
Það er það sem hvetur mig áfram til að skrifa blogg sem eru smurð af Heilögum Anda.


Einhverjir skilja ekki ástæðuna af hverju ég er að þessu en það er ástæða fyrir þessu.
Sú ástæða er að ég þrái að sjá fleiri taka á móti Jesú sem persónulegum frelsara.
Drottinn Jesús gefur mér það sem ég þarf að nota hverju sinni í þessum blogg færslum og öllu öðru sem ég tek mér fyrir hendur.
Ég er afar þakklátur fyrir viðbrögðin sem ég hef fengið frá ykkur og þá sérstaklega þeim sem hafa skrifað mér prívat skilaboð.
Það er æðislegt að vita að Drottinn er að gera stórkostlega hluti í lífi ykkar og svo sannarlega er þetta uppörvandi fyrir mig.

Ég treysti því að það sem Drottinn gefur mér að skrifa að það muni snerta við fólkinu þegar það les þetta blogg því ég trúi og veit með vissu að smurning Heilags Anda er yfir þessum pistlum.

Þetta vers vill ég setja fram til að segja þér það að Drottinn elskar okkur og vill eignast samfélag við þig en það er undir þér komið hvort þú segir já eða nei við Jesú.
Ég hef tekið á móti Guðs gjöf sem er eilíft líf og ég hef eignast líf í fullri gnægð.
Ég þarf ekkert annað en það.

Hér er versið.

Drottinn Jesús sagði: „En leitið fyrst hans ríkis og réttlætis og allt annað mun veitast að auki.“ (Matteus 6:33)

Hvað þýðir svo þetta vers?

Þetta vers þýðir einfaldlega það að við eigum að leita til Drottins með allt í okkar lífi og biðja um að Drottinn geri okkur réttlát.
Takið eftir seinni hlutanum!!
Sá partur þýðir það að "ef" ég leita Drottins Jesús af öllu hjarta þá mun Drottinn gefa mér líf í fullri gnægð.
Þetta vers segir mér líka það að við þurfum ekki á neinu öðru að halda.


Það sem við þurfum að eignast er líf með Jesú Kristi því að hann gefur líf en ekki dauða.
Hann tekur huluna af hjarta okkar til þess að við fáum að sjá og heyra í honum á raunverulega og lifandi hátt.
Hann mun frelsa okkur ef við áköllum nafn hans.
Við getum ekki þjónað bæði Drottni og heiminum.
Við þurfum að velja og hafna um leið hinum.
Ég hef valið að þjóna Drottni Jesú og hafna því sem heimurinn hefur upp á að bjóða og ég sé ekkert eftir því vegna þess að Jesús hefur reist mig upp andlega.

Ég hvet þig kæri lesandi að taka þessa ákvörðun í dag því að það gæti verið of seint á morgun.
Jesús getur komið hvenær sem er á hvaða tíma sem er og hvaða dag sem er og ekki vitum við hvenær okkar tími kemur að yfirgefa þetta jarðvistarlíf

Ég hvet þig að taka á móti Jesú núna því hann mun mæta þér á perónulegan hátt og frelsa þig þegar þú ákallar nafn hans.

Guð er kærleikur og hann vill ekki að við glötumst því hann elskar okkur. Drottinn Jesús hefur gert það sem við gátum ekki gert og nú bíður Drottinn Jesús eftir því að við tökum þá ákvörðun að fylgja Jesú.
      
Fyrir þau sem vita ekki um hvað ég er að skrifa , þá vil ég segja ykkur hvað Drottinn Jesús gerði fyrir okkur.
Jesús bar þá mestu þjáningu sem til er.
Hann dó fyrir okkur til að frelsa okkur frá syndum okkar.
Ég vil taka það fram að Jesús sagði að ef það væri ekki Guðs vilji að þá hefði hann getað kallað á englaher til þess að berjast á móti þessu.
Drottinn Jesús var hýddur og slegin með 39 svipuhöggum.
Þetta voru ekki venjulegar svipur heldur voru þær með göddum. Geturðu ímyndað þér sársaukann sem fylgir því að vera sleginn 39 sinnum með þessum svipum? Sett var þyrnikóróna á höfuð Jesú þar sem þyrnarnir stungu hann og það fór að blæða.
Ég verð að segja að ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta var en þetta er mesta þjáning sem til er.
Hann var krossfestur á höndum og fótum. Þjáning Jesú Krists var líkamleg og andleg en nú ætla ég að tala um andlegu þjáninguna.
Hvernig myndi þér líða ef allir vinir þínir, nákomnir ættingjar og allir aðrir myndu yfirgefa þig?
Yrði það ekki mjög erfitt að vita það að allir hefðu yfirgefið þig?
Allt í einu ertu ein/n á báti og þarft að hugsa um sjálfa/n þig en engin vill hjálpa þér?
Ég vil taka það fram að þannig var það með Jesú alveg frá því að hann var handtekinn.
Pétur afneitaði honum þrisvar sinnum og allir lærisveinarnir tvístruðust og flýðu því þeir voru hræddir.
Svo þegar Jesús tók allar syndir mannkynsins á sig að þá hafði Guð Faðirinn yfirgefið hann því að öll synd var sett á Jesú.
Jesús keypti okkur í eitt skipti fyrir öll með blóði sínu.

Kæri lesandi , ég hvet þig til þess að taka á móti Jesú sem frelsara og lausnara inn í þitt líf.
Þú munt öðlast líf í fullri gnægð og Drottinn Jesús mun gefa þér það sem þú biður um.
Hefur hann ekki sagt að hann muni ekki gefa stein ef við biðjum um brauð?
Það er þessi kærleikur sem Drottinn Jesús ber til okkar.
Drottinn Jesús elskar okkur og hann vill ekki að við glötumst.
Ef þú ert ekki viss hvort þú sért frelsuð/frelsaður og tilheyrir hinum Lifandi Guði og ert jafnvel hrædd/ur við tilveruna og dauðann, taktu þá á móti Jesú, bjóðum honum inn í hjarta þitt.
Opnaðu fyrir honum og flóðgáttir himna munu uppljúkast yfir þig og hann mun blessa þig og gefa þér líf í fullri gnægð.
Jesús hefur gengið sinn veg og tekið sinn kross til þess að bjarga ÞÉR. Smile

Þetta er sannkallað fagnaðarerindi og gleði tíðindi.

En ert þú tilbúin til að taka þinn kross og ganga mjóa veginn og fylgja Jesú og hlýða kalli hans?
Ef svo er farðu þá með þessa bæn upphátt og meintu hana í hjarta þínu, þú munt ekki komast hjá því að upplifa breytingar í hugarfari og hjartalagi, það er yfirnáttúruleg staðreynd.

Heilagi Faðir, ég vil koma til þín því ég er ekkert án þín.
Þú ert mér allt.
Þú gefur mér líf í fullri gnægð.
Viltu fyrirgefa mér syndir mínar og gera þær hvítari en snjó.
Ég elska þig Jesús og ég þakka þér fyrir að þú gefur líf.
Ég bið þess, Jesús komdu inn í hjarta mitt og sálu, frelsaðu mig Jesús, því ég þarfnast þín.
Ég vil ekki þjóna heiminum lengur.
Ég vil ekki tilheyra heiminum, heldur vil ég tilheyra þér og taka á móti öllum þeim blessunum sem þú hefur lofað þeim sem tilheyra þér.
Ég þakka þér að ég er nú þitt Guðs barn og um leið þjónn þinn.
Í Jesú nafni Amen.


Drottinn Jesús blessi þig og varðveiti.
Þeim sem Guð elska, samverkar allt til góðs.

Ef þú hefur tekið á móti Jesú sem þínum persónulegum frelsara að þá bið ég þér velkominn í fjölskyldu Lifandi Guðs og óska þér til hamingju með nýja lífið.


Endilega hafðu samband við mig ef þú vilt að ég persónulega biðji fyrir þér fyrir hverju sem liggur á hjarta þínu eða ef þú hefur einhverjar spurningar um þetta nýja andlega frelsi sem þú nú hefur tekið á móti.

Gleðilega Páska.

Ykkar bloggvinur og þjónn, Sverrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sverrir minn.

Mér finnst perdikunin sem Herra Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands flutti í Dómkirkjunni í morgun alveg æðisleg. Hann lýstir svo glöggt allri spillingunni og græðginni og því sem hefur verið hér í þessu þjóðfélagi okkar. Þettat er æðisleg predikun. Þú getur nálgast hana á vefnum www.tru.is

Kíktu á hana. Þetta var predikunin sem hann flutti í morgun klukkan 08:00 í Dómkirkjunni.

Hlustið á þessi fallegu orð. Þetta er æðislegt.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 15:43

2 identicon

Gleiðilega hátíð elsku bróðir . HANN ER UPPRISINN og lifir í þér !

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband