Náðin er gjöf til þín án skilyrða

 

 

 

 Sálm 32:2
Sæll er sá maður er Drottinn tilreiknar eigi misgjörð, sá er eigi geymir svik í anda.

 

 

Þegar maður fremur/framkvæmir misgjörð eða synd að þá er það ekki tilreiknað, ekki sett inn á reikninginn.


Til að setja þetta í samhengi með debit og kretit banka/korta reikning.
Þegar uppgjörið mikla fer fram að þá eru misgjörðir ekki settar inn.
Það er alveg órtúlegt að þjóna Guði sem er slíkur.
Hann vill að við séum hreinlind, að það búi ekki svik í okkar anda.
Drottinn hjálpi okkur að sjá okkur sjálf í þessu ljósi, ...að hann tilreiknar ekki misgjörðir.

Rómverjabréfið kemur inn á þetta líka.
Páll ritar í Róm. 4:6
Eins og líka Davíð lýsir þann mann sælan, sem Guð tilreiknar réttlæti án tillits til verka.


Páll postuli ýtrekar að sá Guð sem við trúum á leggur inn á reikninginn okkar réttlæti (tilreiknar réttlæti)
en leggur ekki inn syndir okkar eða misgjörðir (tilreiknar ekki misrétti).
Guð er búinn að rugla bókhaldinu hjá manninum.
Þannig er Guð í almætti sínu.

Aftur í Róm 4:8
Sæll er sá maður, sem Drottinn tilreiknar ekki synd.


Ef Hann reiknar ekki syndina, að þá er syndin ekki sett inn í bókhaldið.
Syndin sem "við eigum" er ekki með í uppgjörinu, síðan er réttlætið, það sem við "ekki eigum" lagt inn á okkar reikning.
Það er verið að tala um Debit og Kretit eins og í banka, við fáum gjöf sem við eigum ekki skilið og það sem við eigum skilið fyrir okkar misgjarðir og ranglæti er núllað út og sett í pappírstætarann.
Þetta er alveg magnað fagnaðarerindi.

...og síðan áfram...

Páll var alltaf að glíma við menn sem þoldu ekki hvað hann var ákafur í boðun sinni á náð lifandi Guðs.
Hvað hann hafði stórkoslega sýn á miskun og mildi Guðs.
Menn þoldu ekki hvað hann hafði ríka áherslu á að það væri allt undir Guðs náð en ekki okkar, við getum engu bætt við náð Guðs.
Þetta var ofuráhersla hjá Páli.
Páll glímdi meira að segja við samkrisna, hina postulanna sem sumir vildu jafnvel leggja umskurn og lögmál á menn í kringum þá.
En Páll sagði NEI!

Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.
Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.
Róm. 8:1-2


Umskurn og lögmál hefur ekkert að segja, það er allt fyrir náð Guðs.

Galatabréfið 1:8
En Þótt vér eða engill frá himni færi að boða yður annað fagnaðarerindi en það, sem vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvaður.


Svona heitt í hamsi var Páli Þegar kom að náð Guðs að hann notar orð eins og "bölvaður" ef menn vilja bæta verkum við náðarverkið, gjöf Guðs til okkar.
Við getum engu bætt þar við, það héti það ekki náð lengur heldur samningur ef þetta væri raunveruleikinn...  Ég geri svona "ef" þú gerir hitt eða ef þú gerir þetta.
Svona er ekki náð guðs.
Náð Guðs er óskilyrt gjöf.


Það er fölsk réttlætiskennd sem byggir á því að ef ég geri eitthvað að þá er ég eitthvað "réttlátari" fyrir hinum lifandi Guði.
Hvaða skilning hefur þú á náðarverki Guðs ef að þú getur bætt einhverju við það?
Ef þú getur einhverju bætt við náðina það að þá hef ég engan áhuga á þeirri náð.
Náðarverkið er svo stórt, mikið og djúpt, svo breitt, vítt og hátt að okkar framlag í því samhengi mælist ekki einu sinni.
Til er fullt af fólki sem lifir í því að bæta við réttlætisverki lifandi Guðs.
Það gerir kröfu til sjálfrar síns og annarra þannig að menn eru settir undir þrældóms ok lögmálsins.
Páll segir að þeir sem svona hugsa og gera eru bölvaðir. (VÁ... ekkert smá yfirlýsing hjá Páli og alvarleg)


Páll var svona ofsalega róttækur til að geta hrist lögmálið út úr sumu fólki, sumir þurfa greinilega á svona hörðum yfirlýsingum að halda til að sjá þetta í réttu ljósi og samhengi.
Galatabréfið er helgað því að berja á svona lögmálsmönnum.
Honum er svo umhugað að þetta nái í gegn að hann endurtekur þetta aftur í næsta versi, hann lætur ekki nægja að segja þetta bara einu sinni.

Galatabréfið 1:9
Eins og vér höfum áður sagt, eins segi ég nú aftur: Ef nokkur boðar yður annað fagnaðarerindi en það, sem þér hafið veitt viðtöku, þá sé hann bölvaður.

Þegar Páll kafrekur þetta svo ofan í okkur með áherslu, maðurinn sem ritaði tvo þriðju (2/3) af nýja testamentinu, að þá ættum við aðeins að staldra við og skoða betur hvað er í gangi.

Fagnaðarerindið sem Páll boðaði var ekki fagnaðarerindi lögmálssins því lögmálið er þrælafjötrar sem engin getur borið.
Lögmálið er ekki til frelsis heldur er lögmálið til þekkingar á synd.
Engu getum við bætt við þá náðargjöf Guðs um að okkur hafi verið fyrirgefið og hér eftir er okkur ekki tilreiknaðar syndir eða misgjörðir því blóð krists hefur fyrir 2000 árum hulið okkur og þvegið af okkur allar okkar misgjörðir og syndir.
Ónýtum ekki fórnargjöfina sem Guð gaf okkur í Jesú Kristi sem gaf lífið fyrir okkur af fyrra bragði áður en við þekktum eða elskuðum hann.

Jóhannesarguðspjall 3:16-17
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.


Þetta er fagnaðarerindið í hnotskurn.
Engin kvöð bara gjöf, ást frá honum án ástar frá okkur af fyrra bragði, öruggi í núinu og alla framtíð án þess við eigum það nokkuð skilið sem og fyrirgefning allra synda bara með að trúa á Jesús.
Hin lifandi Guð vill ekki dæma okkur, hann vill frelsa okkur.

Sýndu djörfung og segðu "Já" við Jesús inn í þitt hjarta og sjáðu hvað gerist.

Ég bið að Heilagur Andi snerti og mæti þér þar sem þú ert og að hann opni augu þín og hjarta þitt fyrir því sem þú varst að lesa, gefi þér skilning á hvað þú varst að lesa og að það megi tala inn í allt þitt líf og ekki víkja burt fyrr en það hefur rót fest sig í huga þinn og hjarta.
Í Jesú nafni AMEN.

clouds-jesus.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sverrir minn.

Takk fyrir frábæra grein. Haltu áfram í Jesú nafni.

"Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.

Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans." Róm. 8: 1.-2.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.3.2009 kl. 16:02

2 Smámynd: Aida.

love u!

Aida., 22.3.2009 kl. 17:13

3 identicon

Takk Sverrir minn. Þetta eru áhugaverð orð.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 17:18

4 Smámynd: Ruth

Hallelujah þakka þér fyrir að bera sannleikanum vitni yndislegt,blessandi og leysandi að lesa þetta

Ruth, 25.3.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband