Bæn



 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guð helgur andi, heyr oss nú,
ó, heyr vér biðjum: Veit oss rétta trú,
huggun hjörtum mæddum
heims í eymda kjörum,
svölun sálum hræddum,
síðast burt er förum.
Streym þú líknarlind.

Þú blessað ljós, ó lýs þú oss
í líknarskjólið undir Jesú kross.
Veit oss hjálp að hlýða
hirði vorum góða
lausnaranum lýða,
lífgjafanum þjóða.
Streym þú líknarlind.

Þú kærleiksandi kveik í sál
þann kærleikseld, er helgi verk og mál,
að í ást og friði
æ vér lifað fáum,
uns að æðsta miði
allir loks vér náum.
Streym þú líknarlind.

Þú huggun æðst í hverri neyð,
oss hjálpa þú og styð í lífi og deyð.
Veit þú að oss eigi
afl og djörfung þrjóti,
er hinn óttalegi
óvin ræðst oss móti.
Streym þú líknarlind.

Guð helgur andi, á hinstu stund
oss hugga þú með von um Jesú fund.
Þá er þrautin unnin,
þá er sigur fenginn,
sælusól upp runnin,
sorg og þrenging engin.
Streym þú líknarlind.

(Lúther; þýð. Helgi Hálfdánarson) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góða bæn Aida mín. Þetta er æðislegt. Takk elsku vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen. trú systir Guð/Jesús blessi ykkur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 14.3.2009 kl. 06:35

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Yndislegur sálmur kærar þakkir fyrir, og takk fyrir bloggvinabeiðnina.

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.3.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband