og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

þetta blogg er skrifa að ná til ákveðins hóps fólks sem Guð einn veit hverjir eru og ég bið þess og vona að það þessi skrif nái til allra.
Ég ætla að skrifa það sem Guð hefur lagt á hjarta mitt þennan morgun.

       Heilagi Faðir, takk fyrir það að þú ert kærleikur.
Þakka þér fyrir þessi viðbrögð sem ég hef fengið bara vegna þess að Orðin sem þú blést í huga minn voru þín orð en ekki mín orð.
Ég bið fyrir þeim sem eiga bágt og eru að koma út úr erfiðum krísum og erfiðleikum.
Endurnýjaðu hjónabönd, sambönd, hvort sem það eru vináttusambönd, eða ástarsambönd.
Heilagi Faðir, svo vil ég biðja fyrir þeim sem hafa ekki opnað hjarta sitt fyrir þér. 
Opnaðu hjarta þeirra sem lesa þetta Drottinn svo Sannleikurinn gerir þau frjáls.
Heilagi Faðir, viltu blása í huga minn þín orð eins og áður svo fólk frelsist, svo þú náir til fólksins og viltu gera Orð mín sem þú talar inn í huga minn innblásin af Heilögum Anda.
Viltu blessa þá sem hafa ofsótt mig og ofsækja aðra, og fyrirgef þeim sem vita ekki hvað þeir gjöra. Viltu miskunna þjóð okkar og land Heilagi Faðir.
Vér höfum syndgað en ég bið fyrir fyrirgefningu allrar þjóðar þinnar.
Í Jesú Heilaga nafni, AMEN."


Þá er að koma sér að efninu sem er Fyrirgefningin.
Við skulum spurja okkur sjálf hvað fyrirgefning er.
Að fyrirgefa þýðir það að sættast við það sem maður er og sættast við að við erum minni en Drottinn og síðast en ekki síst að sættast við Drottinn og gleyma því liðna.
Fyrirgefning er eitthvað sem margir eiga erfitt með, sérstaklega fólk sem hefur verið ofsótt, misnotað í æsku, fólk sem hefur lent í sorg og fleira.
En við eigum gæskuríkan og fyrirgefandi Faðir sem er Drottinn Jesús. 
Fyrir þá sem vita ekki hvað Drottinn Jesús gerði fyrir okkur fyrir 2000 árum síðan var það að hann dó fyrir syndir okkar og var krossfestur og úthellti blóði sínu á Golgata.
Mér finnst þessi vers tala mest til mín núna þannig ég ætla að skrifa það hér niður.

1. Pétursbréf 2:21-25
Til þessa eruð þér kallaðir. Því að Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor. 
Hann drýgði ekki synd, og svik voru ekki fundin í munni hans. 
Hann illmælti eigi aftur, er honum var illmælt, og hótaði eigi, er hann leið, heldur gaf það í hans vald, sem réttvíslega dæmir. 
Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu.
Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir. 
Þér voruð sem villuráfandi sauðir, en nú hafið þér snúið yður til hans, sem er hirðir og biskup sálna yðar."


Það getur verið erfitt skref að fyrirgefa þeim sem hafa gert eitthvað á hlut ykkar þ.e.a.s hafa lent í einelti, hefur verið beitt ofbeldi og fleira.
Ég veit þetta sjálfur því að ég hef lent í ýmis konar raunum og það var ekki gott og afleiðingin var að ég átti erfitt með að fyrirgefa.
En mig langar að segja að eftir að ég frelsaðist, þá bað ég Drottinn Jesú um að gefa mér Guðlega fyrirgefningu, þ.e.a.s til þess að geta fyrirgefið öllum og Drottinn svaraði.
Ég hef fyrirgefið öllum sem gerðu mér skaða bæði andlega og líkamlega.
Það er svo gott að geta fyrirgefið og eftir að ég gat fyrirgefið, þá fannst mér eins og þungu fargi hafi verið létt af mér, þannig ég hvet þig lesandi góður að leita til Guðs og biðja Guð um að gefa þér Guðlega fyrirgefningu og það er öruggt að hann mun svara þér.

Þetta er Guðs vilji því þetta stendur í Orði Guðs.
Það stendur líka í Orði Guðs (Biblíunni) að ef þú fyrirgefur ekki mönnum fyrir þeirra misgjörðir, þá mun Guð Faðirinn ekki fyrirgefa ykkur misgjörðir ykkar.

Matteusarguðspjalli 6:14-15
Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður.  En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.


Hér kemur mjög glöggt fram að ef þú lesandi góður hefur ekki fyrirgefið öðrum, þá skaltu gera það strax því að ef þú fyrirgefur þá mun Drottinn fyrirgefa yður og svo sannarlega er Drottinn í nánd. Og ef þú lesandi góður getur ekki fyrirgefið, biddu Drottinn um að gefa þér Guðlega fyrirgefningu og hann mun gefa þér hana.


Það er bara fyrir náð Jesú Krist að hann fyrirgefur okkur.
Ef við skoðum málið betur, þá eigum við þessa fyrirgefningu í raun og veru ekki skilið vegna þess að við erum syndarar en fyrir náð Jesú Krists og það sem hann gerði á krossinum, það hefur gefið okkur lausn og frelsi.
Ekki frelsi til að gera allt sem þig langar til heldur frelsi fyrir sál þína og hún verður Andlega lifandi, því áður var hún Andlega dauð en Drottinn Jesús elskar okkur svo mikið að Hann vill gefa okkur úr lífsins tré þ.e.a.s reisa upp sálir okkar svo við verðum lifandi.

Það er talað um að þegar fólk vill ekki fyrirgefa, þá fari Jesús að gráta og verður sorgbitinn.
Ég vil benda á að Drottinn Jesús er persónulegur og lifir í dag.
Ég hvet þig lesandi góður að fyrirgefa öllum sem hafa gert þér skaða alveg sama hvaða skaði það er, því laun þín eru mikil á himnum.
Lyftið nafni Jesú upp og biðjið Drottinn Jesú fyrirgefningar á ykkar syndum.

Ég ætla að gera slíkt hið sama. :)
 
Ég elska ykkur og ég bið fyrir því að þú lesandi góður muni frelsast fyrir náð Jesú Krist sem er gjöf Guðs til þín. 
Það er ekki vegna verka heldur vegna náð Drottins sem hann vill gefa þér þessa gjöf.
Náð er óeigingjarn kærleikur.

Það er annað sem Drottinn vill að ég skrifi og það er um þessa ófyrirgefanlegu synd sem er lastmæli gegn Heilögum Anda.
Mér finnst eins og Drottinn sé að segja mér að skrifa þetta hér. EKKI LASTMÆLA HEILÖGUM ANDA!! Einnig þetta, EKKI HRYGGJA HEILÖGUM ANDA því að Heilagur Andi er persónulegur og getur orðið sorgbitinn.
Drottinn rannsakar hjörtun og skoðar þau og sér hvort þú hafir verið að meina þetta eða ekki.
Hvort þetta hafi verið að vilja þínum eða ekki.

Núna bið ég Drottinn um að klæða þig í alvæpni Drottins sem eru Lendar Sannleikans, Brynja Réttlætisins, skór fúsleikans til að bera fagnaðarerindi Friðarins, Hjálmur hjálpræðis, skjöld trúarinnar og sverð Andans.
Klæðist alvæpni Drottins og ég bið fyrir smurningu yfir þann sem les þetta í Jesú nafni.


Heilagi Faðir, ég þakka þér fyrir þetta blogg.
Ég vil lofa þig og tigna.
Ég vegsama þig Drottinn Jesús og bið þess að fólk megi vakna til lífsins.
Drottinn Jesús , þetta er þitt land. Ég vil helga þér mínu lífi og ég vil taka undir orð Páls og segi að "ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið.
Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir, Því að réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar, eins og ritað er:
Hinn réttláti mun lifa fyrir trú
Heilagi Faðir , ég elska þig af öllu mínu hjarta sálu og mætti.
Ég bið þess að fólk sem les þetta megi frelsast, skírast í Heilögum Anda og vakna til lífsins.
Takk fyrir orðin sem þú blést í huga minn fyrir þetta blogg.
Í Jesú nafni, AMEN.

Guð blessi þig


Guðs Þjónn

 

Kæru vinir

Ég finn núna að Heilagur Andi hefur lagt á mitt hjarta að tala um hvernig þjónn Guðs eigi að vera og hvað þjónn Guðs er,  í hans augum.
Ég tek það fram að Heilagur Andi fær allan heiðurinn að þessu bloggi því að þekking mín er í molum en ég ætla að skrifa það sem Drottinn segir mér að skrifa og ég treysti honum fyrir þessu eins og öllu öðrum þáttum í lífi mínu.
Takk fyrir viðbrögðin á hinum blogg færslunum og ég vil segja ykkur að ég elska ykkur.

 Ég vill byrja á smá bæn.
Heilagi Faðir, takk fyrir það að þú hefur kallað mig til verka, og að ég er byrjaður á hluta af þinni köllun inn í mitt líf.
Ég vil horfa á þig Jesús og að einbeita mér að þér því þú ert það besta sem ég hef eignast í þessu lífi.
Þú leitar að þeim sem eru heilshugar í því sem þeir gera eins og þú segir í 2.kron. 16, 9.
Ég bið þig Drottinn Jesús um að hjálpa mér að skrifa þetta blogg og að það verði innblásinn af þér elsku Faðir.
Ég elska þig af öllu mínu hjarta, sálu og mætti.
Þú segir að trúin er dauð án verka.
Ég vil ekki hafa dauða trú, heldur vil ég hafa lifandi trú á þig Faðir.
Ég treysti algjörlega á þig því að þú þekkir mig meira en ég sjálfur þekki sjálfan mig og ég vil biðja þig um að hjálpa mér að þekkja þig enn meir en áður.
Ég vil tala út blóð Jesús yfir þetta blogg og yfir alla þá sem lesa þetta, að þeir munu vakna til lífsins.
Í Jesú nafni, AMEN


Þá er best að koma sér að efninu sem er þjónn Guðs.
Þið hafið væntanlega verið að velta því fyrir ykkur af hverju ég hef verið að skrifa blogg hér inn á netið og hver tilgangurinn er.
Ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta er sú að Drottinn hefur gefið mér mikinn kærleika til fólksins og ég ber umhyggju fyrir því og mér er annt um að sál þeirra að þau frelsist frá fjötrum syndarinnar, fangelsi óvinarins.
En jafnframt hefur Drottinn Jesús kallað mig til verka til að gera þetta, og ég trúi því að þetta hefur áhrif á fólkið sem les skrifin því að Drottinn notar þessar bloggfærslur til að tala við og vinna í hjarta yðar til þess að við getum séð með sálarsjón Hans.
Þessi skrif er aðeins hluti af minni andlegu þjónustu til fólksins og ég trúi að Drottinn Jesús hafi eitthvað stórkoslegt fyrirhugað fyrir mig í framtíðinni og ykkur.
Og svo hefur þetta styrkt mig líka mjög mikið í trúnni, og ég hef öðlast mikla visku og þekkingu á Drottni Jesú í gegnum Heilagan Anda.
Heilagur Andi hefur leitt mig á þessari göngu og ég þakka honum fyrir að hann gaf mér hlýðni.
Þannig að þetta er Guðs verk sem er innblásið af Heilögum Anda en ekki mitt verk.
Það er skemmtilegt og spennandi að þjóna Drottni af öllu hjarta, sálu og mætti.
Ég veit líka að þetta eru sáðkorn sem ég er að sá inn í líf ykkar sem lesa þetta og veit að þetta hefur áhrif á ykkur.
Ég veit ekki hvernig áhrif en þetta er áhrifaríkt og það er líka alltaf skemmtilegt að fá jákvæð viðbrögð við þessum bloggum.
Svo vil ég einnig framfylgja því sem stendur í...

Matteus 28:19-20

Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.


Samkvæmt þessum boðum eigum við að gera allar þjóðir að lærisveinum þ.e.a.s. að kenna fólkinu um Orð Guðs, Drottinn og allt sem viðkemur trú okkar.
Við eigum ekki að standa út í horni og gera ekki neitt því að vilji Drottins er sá að bera út fagnaðarerindi Friðarins sem er Jesús Kristur og það sem hann gerði fyrir okkur á Golgata(Hauskúpuhæð;) og að hann er upprisinn og lifir í dag.
Þó svo við erum börn Guðs þá vill Drottinn að við verðum jafnframt þjónar hans og þjónum honum af heilum huga hvort sem það sé smátt eða stórt í okkar huga.
Ég get sagt ykkur það að Drottinn mun launa ykkur ríkulega ef við förum eftir boðum hans.
Drottinn vill að við hlýðum og gerum hans vilja.

En til hvers eigum við að þjóna og hvað eigum við að gera til þess að þjóna Drottni?
Í hverju felst að þjóna Drottni af heilum huga?
Ef við skoðum hvað Jesús segir í Orði Guðs um þetta efni, hvaða niðurstöðu fáum við út úr því?

Ég ætla að reyna að svara þessum spurningum fyrir ykkur.


Í fyrsta lagi gengur ekki að þjóna tveimur herrum heldur er best að þjóna Drottni Jesús og gera það sem hann vill að við gerum.
Hann skapaði okkur og vill samfélag við okkur.
Drottinn Jesús vill persónulegt samfélag við okkur vegna þess að hann vill að við öðlumst það sem hann hefur upp á að bjóða.
Það sem Heilagur Andi hefur upp á að bjóða eru náðargjafir (t.d tungutal, lækningagáfur, spádómsgáfur) en einnig náð Guðs, blessanir, og fleira og svo vill hann fylla okkur sínum Heilaga Anda og gefa okkur bestu gjöfina sem er eilíft líf sem er bara fyrir Náð Drottins.
En jafnframt umvefur hann okkur kærleika sínum og gefur okkur frið sem er æðri öllum skilningi ef við lútum hans vilja.
Við eigum að sækjast meira í Kærleika Guðs en nokkuð annað.

Í öðru lagi eigum við að vera lifandi vitnisburðir, þ.e.a.s. líf okkar á að bera ávöxt og að fólk sjái á lífi okkar að við þjónum til Drottins Jesús og að við erum leidd af Anda speki og visku sem er Heilagur Andi.


Mig langar að spurja þig að einu.
Ef þú myndir fara í þjónustu hjá hverjum myndirðu þjónusta?
Hvort eigum við að þjóna Guði eða mönnum?

Ég vil segja fyrir mitt leyti að ég mun og vil þjóna Drottni Jesús frekar en mönnum en Drottinn vill að við þjónum inn í líf manna t.d. ég er að þjóna inn í líf ykkar núna með þessum skrifum sem er Guðs verk.
Ef við förum þá leið að þjóna Drottni Jesús þá hefur hann lofað okkur blessunum inn í okkar líf.
Mér finnst mjög merkilegt að Páll Postuli talar um hina heilögu.
Ég er á því og trúi að þeir sem þjóna til Drottins séu hinir heilögu því að Drottinn gerir þá að heilögum.
Því Drottinn segir við okkur í Orði sínu... "Verið heilagir því ég er Heilagur".
Ég vil benda á að við höfum val um að velja til hverns við þjónum, heiminum eða Jesú Kristi.

Allavega vel ég Jesús því hann er Drottinn og er STERKARI en allt annað sem til er í heiminum? Drottinn Jesús hefur sigrað heiminn og dauðann og allt það vald sem heimurinn upp á að bjóða.
Ég vil hvetja ykkur að lifa í sigrinum og vera með Jesús í liði frekar en heiminum því Jesús lifir í dag.

Í þriðja lagi vil ég benda á að við sem trúum höfum djörfung og fullvissu að trúa því að Drottinn vilji lækna sjúka og muni gera það, þá mun hann gera það.
Ég vil setja hér ritningarvers um þessa hluti.

Mark. 16:17-18

En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa:
Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, taka upp höggorma,
og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af.
Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir.


Einnig vil ég setja fram þetta, til að sýna fram á að við sem trúum munum gjöra verk sem Jesús gjörði og jafnvel meiri verk.

Jóhannesarguðspjall 14:12-13

Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri.
Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins",

og...
hvers sem þér biðjið í mínu nafni, það mun ég gjöra, svo að faðirinn vegsamist í syninum.

Nú langar mig að hvetja ykkur öll sem lesa þetta blogg að trúa því að Drottinn muni lækna, frelsa, leysa ykkur úr fjötrunum því það er það sem Drottinn Jesús vill gera.
Gerðu Jesús dýrlegan í öllu sem þú gerir, gefðu honum þakkir og heiður.

Trúið að þið hafið öðlast það sem þið hafið beðið um í bæn í Jesú nafni því þá mun það veitast.

Heilagi Faðir, takk fyrir orðin sem þú gafst mér.
Ég er þakklátur fyrir það að fá að þjóna þér.
Ég vil biðja þig um að reisa fleiri þjóna í þínu nafni sem munu standa á trú sinni alveg sama hvað gerist í þeirra lífi.
Því að hver sem týnir lífi sínu fyrir trú á þig mun ekki glatast.
Ég þakka þér fyrir að þú hafir frelsað mig frá öllu illu og umturnað lífi mínu svo mikið að ég hreinlega stundum skil ekki hvernig.
En þú megnar allt og enginn hlutur er þér um megn.
Ég bið fyrir öllum þeim sem lásu þessi orð og ég bið þess að þau verði að bænasvari og þau sem eru ófrelsuð munu frelsast og þeir sem eru óskírðir, munu skírast í Heilögum Anda í Jesú nafni, AMEN.
Takk Jesús :)


Guð blessi ykkur
Sverrir


Hvað er að vera ástfanginn?

Ég hef stundum velt þessu fyrir mér "hvað er að vera ástfanginn?"

Maður sér stundum hinar og þessar stelpur/konur sem eru fallegar og það kemur fyrir að það komi hrifing í stutta stund út af kannski útlitinu síðan þegar maður kynnist sjálfri manneskjunni þá er bara enginn áhugi til staðar.
Þetta segir manni það að það er ekki bara útlið sem skiptir máli, heldur líka það hvernig manneskjan er innan frá.
En hér komum við að nokkrum atriðum sem leit á internetinu skilaði mér og flestum síðum sem ég skoðaði ber saman um að kalla þetta "staðreyndir" um ást og vera ástfanginn. (u tell me)


Hvað er að vera ástfangin?

„Að vera undir áhrifum“, „efnafræðileg viðbrögð“ hjá tveim sem „kveikja“ hvort í öðru.

#Ástin er eins og víma. Yndisleg, seiðandi alsæla sem lætur jafnvel óvenju jarðbundið fólk verða ljóðrænt og dreymandi, dansandi af einskærri gleði, leyndardómsfullt, uppfinningasamt og ört.#

Ástin er fyrst og fremst sönnun þess fyrir sjálfan þig að þú ert mannvera með tilfinningar og dregst að gagnstæðu kyni.
Þessar tilfinningar þurfa að fá að þroskast og þær þarf að prófa innra með þér áður en þú veist hvort þær eru eitthvað sem endist.
Ásthrifning getur komið og farið mörgum sinnum á unglingsárunum og beinst að mörgum einstaklingum, hverjum eftir annan.


Ástfanginn í fjarlægð.

Þegar kynþroskatímabilið hefst eru þessar sérstöku tilfinningar í garð hins kynsins auðvitað alveg eðlilegt fyrirbæri.
Það byrjar gjarnan með ást í fjarlægð.
Þú gerir allt sem þú getur til þess að vera í návist stráksins/stelpunnar sem þú ert ástfanginn af. Reynir að vera í nágrenninu ef hann/hún skyldi nú koma. Labba fram hjá húsinu, reyna að taka sama strætó . . skrifa bréf sem þú þorir svo aldrei að setja í póst . .


Þegar tilfinningalífið er sveiflukennt.


Á táningsárunum er svo auðvelt að verða ástfanginn.
Það er vegna þess að tilfinningalífið er að þroskast og er þess vegna óstöðugt.
Það getur verið nóg að sitja við hliðina á einhverjum í bíl, og ástin blossar upp.
En hálfum mánuði seinna er einhver annar/önnur sem nær athyglinni og fyrri ástin er alveg gleymd.

Ásthrifning endist sjaldan lengur en í eitt og hálft ár.
Þá þroskast hún yfir í sanna ást - kærleika, eða deyr.


Munurinn á ásthrifningu og kærleika.

#Þegar strákur og stelpa fara að bera sérstakar tilfinningar hvort til annars kalla þau það ást. Í raun og veru er þetta samt aðeins hrifning, svona skot, en ekki sönn ást.#
Ásthrifningin er sjálflæg og hver hugsar í raun mest um sjálfan sig.


Ást við fyrstu sýn?

Sumir trúa á ást við fyrstu sýn.
Ást við fyrstu sýn byggist oft á kynferðislegri aðlöðun, eins konar efnafræðiviðbrögðum milli tveggja einstaklinga sem „kveikja“ hvor í öðrum.
Ef þú telur þig hafa orðið hrifin af einhverjum við fyrstu sýn, athugaðu þá málið betur.
Ef tilfinningar þínar minna helst á hvirfilvind, þá er best að hægja alveg á sér og sjá til.
Hvers vegna varðstu hrifin af honum/henni sem þú segist elska?
Er það útlitið? Eða vinsældirnar? Voru það „sexý“ föt og daðrandi augnatillit?
Öll eldumst við og smá saman breytumst við frá sléttri húð og ferskum ungdóm yfir í krumpur, hárlos, minni orka o.s.f.
Það verður að vera eitthvað meira en útlit til að halda ást við, það segir sig eiginlega sjálft.


Eitthvað meira?

Fyrsta ástin verður oftast til vegna einhvers sem maður sér.
En það er annað með ást sem varir.
Ef ásthrifningin á að verða að varanlegri ást, þá verður að vera eitthvað innan við framhliðina sem hægt er að elska.
Þegar hugsað er til framtíðarinnar, þetta er kannski sá/sú sem maður mun eyða ævinni með, þá er það manneskjan sjálf sem er mikilvægust.

Þær eldheitu tilfinningar og ástríður sem flestir eru gagnteknir af í upphafi sambands haldast ekki óbreyttar áratugum saman.
Þess vegna má segja að ástin varir ekki að eilífu.
Í stað stundarhrifningar og losta kemur vinátta og væntumþykja.
Þessi nýja ást sprettur af þekkingu á makanum og af sameiginlegri lífsreynslu.
Því miður fullnægir þessa nýja vináttuást ekki öllum.
Sumir sakna svo spennunnar frá upphafsdögum sambandsins að þeir fórna öllu sem búið var að byggja upp til þess að geta notið hennar aftur með einhverjum öðrum.
 
Eftir 3-4 ár að jafnaði dregur yfirleytt jafn og þétt úr ástríðueldinum. 
Líklega má rekja margt framhjáhaldið og margan hjónaskilnaðinn til þess að við höfum óraunhæfar væntingar til ástarinnar.
Við viljum að hún haldi áfram að vera kynferðislega æsandi, ævintýraleg og spennandi.
Samt viljum við líka að hún veiti okkur ómælt traust og framtíðaröryggi.
Það er hægt að halda flestum þáttum í sambandinu gangandi ef viljinn er fyrir hendi og báðir aðilar eru tilbúnir að leggja sig fram.
Ástin kostar heilmikla vinnu og það getur oft þurft að fórna ýmsu til að sætta sig við þær breytingar sem óhjákvæmilega verða á henni með tímanum.

 

Endilega leiðréttu mig kæri lesandi ef ég sé þetta rangt hér að ofan eða hef gleymt einhverju mikilvægu.

Er ég að skilja muninn á því um hvað er að vera ástfanginn, hvað er að elska, hvað ást er og í hverju munurinn liggur?

Eins og ég sagði í upphafi.... Ég hef stundum velt þessu fyrir mér "hvað er að vera ástfanginn?"

 

Ég sjálfur er ástfanginn af Jesús, hann er minn brúðgumi og það verður brúðkaup þegar ég kem heim í ríki hans.
Um það ríkir enginn vafi í huga mínum en þegar kemur að þessum veraldlega heimi sem ég þarf að vera búsettur í nokkurn tíma lengur að þá get ég verið stundum "confused" og jafnvel stundum hálfgerður kjáni, ekki leyft mér að elska og vera elskaður í æsku vegna hugsanlega skorts á hvernig á að elska sjálfan sig og aðra þar sem enginn í umhverfinu var að kenna eða sýna manni hvernig á að elska og vera elskaður.
Kannski hefur einelti og skortur á uppeldi sem lyklabarn í æsku hafa haft sinn toll í mér svona á seinni árum þegar kemur að ást og djúpum tilfinningum sem gera mann svo brothættan við að deila þeim með öðrum.
Það kemur fyrir jafnvel að hugsun kemur um að maður sé ekki verðugur að vera elskaður eða kannski ekki nógu góður að einhverju leiti eða ótti við höfnun sem getur verið svo sárt.
Allir þrá jú að vera elskaðir, Guð skapaði innbyggt inní okkur þessa þrá að elska og vera elskuð.
Manneskjan var sköpuð til að elska Skaparann, aðrar manneskjur og vera elskuð til baka.
Einmanakennd og leiði virðist haldast hönd í hönd þegar kemur að fólki sem finnst það ekki elskað á þann veg sem það þarf á að halda og þráir.
Er einhver sem kannast ekki við td. hræðslu við að vera elskaður og elska einhvern til baka því það er svo sárt ef maður skildi verða hjartbrotinn svo kannski bara betra að sleppa ástinni áður en hún stingur úr manni hjartað.
Ja veit ekki hvað meira að segja í bili, þessi hugmynd kom upp að blogga um þetta "topic" þegar ég var að lesa biblíuna í gær og aftur og aftur rötuðu augu mín á hvernig Drottinn elskar okkur og hvernig við eigum að elska aðra undir mismunandi aðstæðum svo ég ákvað að varpa þessari vangaveltu/íhugun hér inn á bloggið og sjá hvernig bloggheimur bregst við.

Drottinn blessi þig og varðveiti í Jesú nafni, Amen

Með fyrirfram þökk
Sverrir

Takk kæru bloggvinir mínir

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir viðbrögðin við þessari bloggsíðu þennan stuttan tíma sem ég hef verið bloggandi hér og vil hvetja alla sem lesa þennan pistil að skrifa í gestabókina. Smile


Ég er svo þakklátur fyrir að vera Guðs barn og eiga Heilagan Anda sem minn besta vin.
Heilagur Andi gerir Jesús dýrðlegan.
Ég vil segja það að Heilagur Andi gefur mér orð að mæla þegar ég skrifa, bið, eða þegar ég tala við Heilagan Anda þá talar hann stöðuglega við mig og gefur mér skilning á Biblíunni og allt sem tengist henni.
Það besta sem hefur gerst í lífi mínu er það að ég hef eignast lifandi trú á Jesú Krist, Drottinn vorn sem skapaði himinn og jörð.
Drottinn Jesús hefur líka gefið mér Heilagan Anda sem er hér á jörðunni til að hjálpa mér við að biðja og þegar ég leita Drottins.

Ég tek fram að HeartHeilagur AndiHeart fær allan heiðurinn af þessari bloggsíðu og ég er þjónn hans sem vil gera vilja Drottins í einu og öllu.


Heilagi Faðir, ég þakka þér fyrir að fá að þjóna í Guðs ríki.
Ég þakka þér fyrir að þú hefur gefið mér viljastyrk og hefur tekið veikleika minn og breytt honum í styrkleika.
Í veikleika mínum varstu minn styrkur og þú læknaðir mig á líkama, anda og sál og ég þakka þér fyrir að þú ert minn konungur og Drottinn.
Ég vil fara út á akurinn og sá þínu korni til að Orð þitt fái framgengt og að það megi smjúga inn í hjartarætur og innst að sál viðkomandi manneskju sem les þessa bæn.
Ég vil lofa þig og tigna, einnig vil ég vegsama þig með líkama mínum, anda og sál.
Ég þakka þér fyrir að þú hefur gefið mér sterka trúarvini í göngunni og þá sérstaklega hinu fyrstu sem hafa stutt mig alla leið og bið blessunar yfir þeirra lífum.
Ég veit að þú gafst mér þessa vini til þess að ég myndi ekki falla frá trúnni á þig. Ég er svo þakklátur fyrir það sem þú hefur gert í lífi mínu.
Þú hefur læknað mín sár bæði andleg og líkamleg sár og ég vil þakka þér fyrir það.
Ég elska þig Drottinn af öllu mínu hjarta, sálu og mætti.
Drottinn, þú elskaðir mig af fyrra bragði og þannig vil ég læra að elska eins og þú elskar mig.
Ég vil þakka þér fyrir að þú hefur talað mikið til mín og gefið mér vísbendingar og í raun köllun inn í líf mitt en það verður bara á milli mín og þín þangað til þú gefur mér leyfi til að segja frá henni.
Ég bið fyrir öllum þeim sem þrá að fyllast þér og ég þakka þér fyrir að þú ert sannur og trúfastur Drottinn, í Jesú nafni,
AMEN.

 

Hér er svo texti við lag sem varð mér minnistætt allt frá því þegar Guð first vitjaði mín sem unglingur.

Aðeins Jesús verðugur þess er

Aðeins Jesús verðugur þess er
að fá alla lofgjörð og dýrð.
Aðeins Jesús verðugur þess er
því hann er lifandi Guð.

Já, ég lofa hann,
ég lofa hann,
og blessa hans heilaga nafn.

Já, ég lofa hann,
ég lofa hann,
því hann er lifandi Guð.

 

Takk fyrir innlitið.

Kveðja,

Sverrir  Whistling


En ef einhver syndgar, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesú Krist


Börnin mín! Þetta skrifa ég yður til þess að þér skuluð ekki syndga. En ef einhver syndgar, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesú Krist, hinn réttláta.
Hann er friðþæging fyrir syndir vorar og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heimsins.
Og á því vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér höldum boðorð hans.
Sá sem segir: "Ég þekki hann," og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum.
En hver sem varðveitir orð hans, í honum er sannarlega kærleikur til Guðs orðinn fullkominn. Af því þekkjum vér, að vér erum í honum.
Þeim sem segist vera stöðugur í honum, honum ber sjálfum að breyta eins og hann breytti.
Þér elskaðir, það er ekki nýtt boðorð, sem ég rita yður, heldur gamalt boðorð, sem þér hafið haft frá upphafi. Hið gamla boðorð er orðið, sem þér heyrðuð.
Engu að síður er það nýtt boðorð, er ég rita yður, sem er augljóst í honum og í yður, því að myrkrið er að hverfa og hið sanna ljós er þegar farið að skína.
Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er enn þá í myrkrinu.
Sá sem elskar bróður sinn, hann er stöðugur í ljósinu og í honum er ekkert, er leitt geti hann til falls.
En sá sem hatar bróður sinn, hann er í myrkrinu og lifir í myrkrinu og veit ekki hvert hann fer, því að myrkrið hefur blindað augu hans.
Ég rita yður, börnin mín, af því að syndir yðar eru yður fyrirgefnar fyrir sakir nafns hans.
Ég rita yður, þér feður, af því að þér þekkið hann, sem er frá upphafi. Ég rita yður, þér ungu menn, af því að þér hafið sigrað hinn vonda.
Ég hef ritað yður, börn, af því að þér þekkið föðurinn. Ég hef ritað yður, feður, af því að þér þekkið hann, sem er frá upphafi. Ég hef ritað yður, ungu menn, af því að þér eruð styrkir og Guðs orð er stöðugt í yður og þér hafið sigrað hinn vonda.
Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins.
Því að allt það, sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum.
Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.
Börn mín, það er hin síðasta stund. Þér hafið heyrt að andkristur kemur, og nú eru líka margir andkristar komnir fram. Af því vitum vér, að það er hin síðasta stund.
Þeir komu úr vorum hópi, en heyrðu oss ekki til. Ef þeir hefðu heyrt oss til, þá hefðu þeir áfram verið með oss. En þetta varð til þess að augljóst yrði, að enginn þeirra heyrði oss til.
En þér hafið smurning frá hinum heilaga og vitið þetta allir.
Ég hef ekki skrifað yður vegna þess, að þér þekkið ekki sannleikann, heldur af því að þér þekkið hann og af því að engin lygi getur komið frá sannleikanum.
Hver er lygari, ef ekki sá sem neitar, að Jesús sé Kristur? Sá er andkristurinn, sem afneitar föðurnum og syninum.
Hver sem afneitar syninum hefur ekki heldur fundið föðurinn. Sá sem játar soninn hefur og fundið föðurinn.
En þér, látið það vera stöðugt í yður, sem þér hafið heyrt frá upphafi. Ef það er stöðugt í yður, sem þér frá upphafi hafið heyrt, þá munuð þér einnig vera stöðugir í syninum og í föðurnum.
Og þetta er fyrirheitið, sem hann gaf oss: Hið eilífa líf.
Þetta hef ég skrifað yður um þá, sem eru að leiða yður afvega.
Og sú smurning, sem þér fenguð af honum, hún er stöðug í yður, og þér þurfið þess ekki, að neinn kenni yður, því smurning hans fræðir yður um allt, hún er sannleiki, en engin lygi. Verið stöðugir í honum, eins og hún kenndi yður.
Og nú, börnin mín, verið stöðug í honum, til þess að vér getum, þegar hann birtist, átt djörfung og blygðumst vor ekki fyrir honum, þegar hann kemur.
Þér vitið, að hann er réttlátur. Þá skiljið þér einnig, að hver sem iðkar réttlætið, er fæddur af honum.

Fyrsta bréf Jóhannesar 2

 


Hver vill ekki þjóna svona GUÐI ?!?!?

urielarcangel.jpg Huggið, huggið lýð minn! segir Guð yðar.
Hughreystið Jerúsalem og boðið henni, að áþján hennar sé á enda, að sekt hennar sé goldin,
að hún hafi fengið tvöfalt af hendi Drottins fyrir allar syndir sínar!
Heyr, kallað er: "Greiðið götu Drottins í eyðimörkinni, ryðjið Guði vorum veg í óbyggðinni!
Sérhver dalur skal hækka, hvert fjall og háls lækka.
Hólarnir skulu verða að jafnsléttu og hamrarnir að dalagrundum!
Dýrð Drottins mun birtast, og allt hold mun sjá það,
því að munnur Drottins hefir talað það!"
Heyr, einhver segir: "Kalla þú!" Og ég svara: "Hvað skal ég kalla?" "Allt hold er gras og allur yndisleikur þess sem blóm vallarins.
Grasið visnar, blómin fölna, þegar Drottinn andar á þau. Sannlega, mennirnir eru gras.
Grasið visnar, blómin fölna, en orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega."
Stíg upp á hátt fjall, þú Síon fagnaðarboði!
Hef upp raust þína kröftuglega, þú Jerúsalem fagnaðarboði!
Hef upp raustina, óttast eigi, seg borgunum í Júda: "Sjá, Guð yðar kemur!"
Sjá, hinn alvaldi Drottinn kemur sem hetja, og armleggur hans aflar honum yfirráða.
Sjá, endurgjald hans fylgir honum, og fengur hans fer á undan honum.
Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga,
taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu, en leiða mæðurnar.
Hver hefir mælt vötnin í lófa sínum og stikað himininn með spönn sinni,
innilukt duft jarðarinnar í mælikeri og vegið fjöllin á reislu og hálsana á metaskálum?
Hver hefir leiðbeint anda Drottins, hver hefir verið ráðgjafi hans og frætt hann?
Hvern hefir hann sótt að ráðum, þann er gæfi honum skilning og kenndi honum leið réttvísinnar,
uppfræddi hann í þekkingu og vísaði honum veg viskunnar?
Sjá, þjóðirnar eru sem dropi í vatnskjólu og metnar sem ryk á vogarskálum.
Sjá, eylöndunum lyftir hann upp eins og duftkorni.
Og Líbanon-skógur hrekkur ekki til eldsneytis og dýrin í honum ekki til brennifórnar.
Allar þjóðir eru sem ekkert fyrir honum, þær eru minna en ekki neitt og hégómi í hans augum.
Við hvern viljið þér þá samlíkja Guði, og hvað viljið þér taka til jafns við hann?
Líkneskið steypir smiðurinn, og gullsmiðurinn býr það slegnu gulli og setur á silfurfestar,
en sá, sem eigi á fyrir slíkri fórnargjöf, velur sér þann við, er ekki fúni,
og leitar að góðum smið, er reist geti svo líkneski, að ekki haggist!
Vitið þér ekkert? Heyrið þér ekki? Hefir yður eigi verið kunngjört það frá upphafi?
Hafið þér engan skilning hlotið frá grundvöllun jarðar?
Það er hann, sem situr hátt yfir jarðarkringlunni, og þeir, sem á henni búa, eru sem engisprettur.
Það er hann, sem þenur út himininn eins og þunna voð og slær honum sundur eins og tjaldi til þess að búa í.
Það er hann, sem lætur höfðingjana verða að engu og gjörir drottna jarðarinnar að hégóma.
Varla eru þeir gróðursettir, varla niðursánir, varla hefir stofn þeirra náð að festa rætur í jörðinni fyrr en hann andar á þá,
og þá skrælna þeir upp og stormbylurinn feykir þeim burt eins og hálmleggjum.
Við hvern viljið þér samlíkja mér, að ég sé honum jafn? segir Hinn heilagi.
Hefjið upp augu yðar til hæða og litist um: Hver hefir skapað stjörnurnar?
Hann, sem leiðir út her þeirra með tölu og kallar þær allar með nafni.
Sökum mikilleiks kraftar hans og af því að hann er voldugur að afli verður einskis þeirra vant.
Hví segir þú þá svo, Jakobsætt, og hví mælir þú þá svo, Ísrael: "Hagur minn er hulinn fyrir Drottni, og réttur minn er genginn úr höndum Guði mínum?"
Veistu þá ekki? Hefir þú ekki heyrt? Drottinn er eilífur Guð, er skapað hefir endimörk jarðarinnar.
Hann þreytist ekki, hann lýist ekki, speki hans er órannsakanleg.
Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.
Ungir menn þreytast og lýjast, og æskumenn hníga, en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft,
þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.

Jesaja 40


Alla vegu mína gjörþekkir þú minn Guð

 jesus_818626.jpg

 

 

 

 

 

 

 

þú rannsakar og þekkir mig.
Hvort sem ég sit eða stend, þá veist þú það, þú skynjar hugrenningar mínar álengdar.
Hvort sem ég geng eða ligg, þá athugar þú það, og alla vegu mína gjörþekkir þú.
Því að eigi er það orð á tungu minni, að þú, Drottinn, þekkir það eigi til fulls.
Þú umlykur mig á bak og brjóst, og hönd þína hefir þú lagt á mig.
Þekking þín er undursamlegri en svo, að ég fái skilið, of háleit, ég er henni eigi vaxinn.
Hvert get ég farið frá anda þínum og hvert flúið frá augliti þínu?
Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar, þótt ég gjörði undirheima að hvílu minni, sjá, þú ert þar.
Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við hið ysta haf, einnig þar mundi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér.
Og þótt ég segði: "Myrkrið hylji mig og ljósið í kringum mig verði nótt," þá myndi þó myrkrið eigi verða þér of myrkt
og nóttin lýsa eins og dagur, myrkur og ljós eru jöfn fyrir þér.
Því að þú hefir myndað nýru mín, ofið mig í móðurlífi.
Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel.
Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar.
Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn.
En hversu torskildar eru mér hugsanir þínar, ó Guð, hversu stórkostlegar eru þær allar samanlagðar.
Ef ég vildi telja þær, væru þær fleiri en sandkornin, ég mundi vakna og vera enn með hugann hjá þér.
Ó að þú, Guð, vildir fella níðingana. Morðingjar! Víkið frá mér.
Þeir þrjóskast gegn þér með svikum og leggja nafn þitt við hégóma.
Ætti ég eigi, Drottinn, að hata þá, er hata þig, og hafa viðbjóð á þeim, er rísa gegn þér?
Ég hata þá fullu hatri, þeir eru orðnir óvinir mínir.
Prófa mig, Guð, og þekktu hjarta mitt, rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar, og sjá þú, hvort ég geng á glötunarvegi, og leið mig hinn eilífa veg.

Sálmur 139


Uppskrift að friði og blessunum inn í líf þitt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vingast þú við Guð, þá muntu vera í friði, við það mun blessun yfir þig koma.
Tak á móti kenning af munni hans, og fest þér orð hans í hjarta.
Ef þú snýr þér til hins Almáttka, auðmýkir þig, ef þú rekur ranglætið langt burt frá tjaldi þínu
já, varpaðu gullinu í duftið og skíragullinu ofan í lækjamölina!
þá skal hinn Almáttki vera gull þitt, vera þér hið skærasta silfur.
Já, þá munt þú hafa yndi af hinum Almáttka og lyfta augliti þínu til Guðs.
Biðjir þú til hans, bænheyrir hann þig, og heit þín munt þú greiða.
Og áformir þú eitthvað, mun þér heppnast það, og birta skína yfir vegu þína.
Þegar þeir liggja niður á við, þá kallar þú Upp á við! og hinum auðmjúka hjálpar hann.
Hann bjargar jafnvel þeim, sem ekki er saklaus, já, hann bjargast fyrir hreinleik handa sinna.

job 22:21-30


Þekkir þú Konung minn og Herra?


Náðin er gjöf til þín án skilyrða

 

 

 

 Sálm 32:2
Sæll er sá maður er Drottinn tilreiknar eigi misgjörð, sá er eigi geymir svik í anda.

 

 

Þegar maður fremur/framkvæmir misgjörð eða synd að þá er það ekki tilreiknað, ekki sett inn á reikninginn.


Til að setja þetta í samhengi með debit og kretit banka/korta reikning.
Þegar uppgjörið mikla fer fram að þá eru misgjörðir ekki settar inn.
Það er alveg órtúlegt að þjóna Guði sem er slíkur.
Hann vill að við séum hreinlind, að það búi ekki svik í okkar anda.
Drottinn hjálpi okkur að sjá okkur sjálf í þessu ljósi, ...að hann tilreiknar ekki misgjörðir.

Rómverjabréfið kemur inn á þetta líka.
Páll ritar í Róm. 4:6
Eins og líka Davíð lýsir þann mann sælan, sem Guð tilreiknar réttlæti án tillits til verka.


Páll postuli ýtrekar að sá Guð sem við trúum á leggur inn á reikninginn okkar réttlæti (tilreiknar réttlæti)
en leggur ekki inn syndir okkar eða misgjörðir (tilreiknar ekki misrétti).
Guð er búinn að rugla bókhaldinu hjá manninum.
Þannig er Guð í almætti sínu.

Aftur í Róm 4:8
Sæll er sá maður, sem Drottinn tilreiknar ekki synd.


Ef Hann reiknar ekki syndina, að þá er syndin ekki sett inn í bókhaldið.
Syndin sem "við eigum" er ekki með í uppgjörinu, síðan er réttlætið, það sem við "ekki eigum" lagt inn á okkar reikning.
Það er verið að tala um Debit og Kretit eins og í banka, við fáum gjöf sem við eigum ekki skilið og það sem við eigum skilið fyrir okkar misgjarðir og ranglæti er núllað út og sett í pappírstætarann.
Þetta er alveg magnað fagnaðarerindi.

...og síðan áfram...

Páll var alltaf að glíma við menn sem þoldu ekki hvað hann var ákafur í boðun sinni á náð lifandi Guðs.
Hvað hann hafði stórkoslega sýn á miskun og mildi Guðs.
Menn þoldu ekki hvað hann hafði ríka áherslu á að það væri allt undir Guðs náð en ekki okkar, við getum engu bætt við náð Guðs.
Þetta var ofuráhersla hjá Páli.
Páll glímdi meira að segja við samkrisna, hina postulanna sem sumir vildu jafnvel leggja umskurn og lögmál á menn í kringum þá.
En Páll sagði NEI!

Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.
Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.
Róm. 8:1-2


Umskurn og lögmál hefur ekkert að segja, það er allt fyrir náð Guðs.

Galatabréfið 1:8
En Þótt vér eða engill frá himni færi að boða yður annað fagnaðarerindi en það, sem vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvaður.


Svona heitt í hamsi var Páli Þegar kom að náð Guðs að hann notar orð eins og "bölvaður" ef menn vilja bæta verkum við náðarverkið, gjöf Guðs til okkar.
Við getum engu bætt þar við, það héti það ekki náð lengur heldur samningur ef þetta væri raunveruleikinn...  Ég geri svona "ef" þú gerir hitt eða ef þú gerir þetta.
Svona er ekki náð guðs.
Náð Guðs er óskilyrt gjöf.


Það er fölsk réttlætiskennd sem byggir á því að ef ég geri eitthvað að þá er ég eitthvað "réttlátari" fyrir hinum lifandi Guði.
Hvaða skilning hefur þú á náðarverki Guðs ef að þú getur bætt einhverju við það?
Ef þú getur einhverju bætt við náðina það að þá hef ég engan áhuga á þeirri náð.
Náðarverkið er svo stórt, mikið og djúpt, svo breitt, vítt og hátt að okkar framlag í því samhengi mælist ekki einu sinni.
Til er fullt af fólki sem lifir í því að bæta við réttlætisverki lifandi Guðs.
Það gerir kröfu til sjálfrar síns og annarra þannig að menn eru settir undir þrældóms ok lögmálsins.
Páll segir að þeir sem svona hugsa og gera eru bölvaðir. (VÁ... ekkert smá yfirlýsing hjá Páli og alvarleg)


Páll var svona ofsalega róttækur til að geta hrist lögmálið út úr sumu fólki, sumir þurfa greinilega á svona hörðum yfirlýsingum að halda til að sjá þetta í réttu ljósi og samhengi.
Galatabréfið er helgað því að berja á svona lögmálsmönnum.
Honum er svo umhugað að þetta nái í gegn að hann endurtekur þetta aftur í næsta versi, hann lætur ekki nægja að segja þetta bara einu sinni.

Galatabréfið 1:9
Eins og vér höfum áður sagt, eins segi ég nú aftur: Ef nokkur boðar yður annað fagnaðarerindi en það, sem þér hafið veitt viðtöku, þá sé hann bölvaður.

Þegar Páll kafrekur þetta svo ofan í okkur með áherslu, maðurinn sem ritaði tvo þriðju (2/3) af nýja testamentinu, að þá ættum við aðeins að staldra við og skoða betur hvað er í gangi.

Fagnaðarerindið sem Páll boðaði var ekki fagnaðarerindi lögmálssins því lögmálið er þrælafjötrar sem engin getur borið.
Lögmálið er ekki til frelsis heldur er lögmálið til þekkingar á synd.
Engu getum við bætt við þá náðargjöf Guðs um að okkur hafi verið fyrirgefið og hér eftir er okkur ekki tilreiknaðar syndir eða misgjörðir því blóð krists hefur fyrir 2000 árum hulið okkur og þvegið af okkur allar okkar misgjörðir og syndir.
Ónýtum ekki fórnargjöfina sem Guð gaf okkur í Jesú Kristi sem gaf lífið fyrir okkur af fyrra bragði áður en við þekktum eða elskuðum hann.

Jóhannesarguðspjall 3:16-17
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.


Þetta er fagnaðarerindið í hnotskurn.
Engin kvöð bara gjöf, ást frá honum án ástar frá okkur af fyrra bragði, öruggi í núinu og alla framtíð án þess við eigum það nokkuð skilið sem og fyrirgefning allra synda bara með að trúa á Jesús.
Hin lifandi Guð vill ekki dæma okkur, hann vill frelsa okkur.

Sýndu djörfung og segðu "Já" við Jesús inn í þitt hjarta og sjáðu hvað gerist.

Ég bið að Heilagur Andi snerti og mæti þér þar sem þú ert og að hann opni augu þín og hjarta þitt fyrir því sem þú varst að lesa, gefi þér skilning á hvað þú varst að lesa og að það megi tala inn í allt þitt líf og ekki víkja burt fyrr en það hefur rót fest sig í huga þinn og hjarta.
Í Jesú nafni AMEN.

clouds-jesus.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband