Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni.
Sál mín hrósar sér af Drottni, hinir hógværu skulu heyra það og fagna.
Miklið Drottin ásamt mér, tignum í sameiningu nafn hans.
Ég leitaði Drottins, og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því er ég hræddist.
Lítið til hans og gleðjist, og andlit yðar skulu eigi blygðast.
Hér er volaður maður sem hrópaði, og Drottinn heyrði hann og hjálpaði honum úr öllum nauðum hans.
Engill Drottins setur vörð kringum þá er óttast hann, og frelsar þá.
Finnið og sjáið, að Drottinn er góður, sæll er sá maður er leitar hælis hjá honum.
Óttist Drottin, þér hans heilögu, því að þeir er óttast hann líða engan skort.
Ung ljón eiga við skort að búa og svelta, en þeir er leita Drottins fara einskis góðs á mis.
Komið, börn, hlýðið á mig, ég vil kenna yður ótta Drottins.
Ef einhver óskar lífs, þráir lífdaga til þess að njóta hamingjunnar,
þá varðveit tungu þína frá illu og varir þínar frá svikatali,
forðast illt og gjörðu gott, leita friðar og legg stund á hann.
Augu Drottins hvíla á réttlátum, og eyru hans gefa gaum að hrópi þeirra.
Auglit Drottins horfir á þá er illa breyta, til þess að afmá minningu þeirra af jörðunni.
Ef réttlátir hrópa, þá heyrir Drottinn, úr öllum nauðum þeirra frelsar hann þá.
Drottinn er nálægur þeim er hafa sundurmarið hjarta, þeim er hafa sundurkraminn anda, hjálpar hann.
Margar eru raunir réttláts manns, en Drottinn frelsar hann úr þeim öllum.
Hann gætir allra beina hans, ekki eitt af þeim skal brotið.
Ógæfa drepur óguðlegan mann, þeir er hata hinn réttláta, skulu sekir dæmdir.
Drottinn frelsar líf þjóna sinna, enginn sá er leitar hælis hjá honum, mun sekur dæmdur.

sálmur 34


Trúðu og treystu Guði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka,
sá er segir við Drottin: "Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á!"
Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt glötunarinnar,
hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita,
trúfesti hans er skjöldur og verja.
Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina, sem flýgur um daga,
drepsóttina, er reikar um í dimmunni, eða sýkina, er geisar um hádegið.
Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar,
þá nær það ekki til þín.
Þú horfir aðeins á með augunum, sér hversu óguðlegum er endurgoldið.
Þitt hæli er Drottinn, þú hefir gjört Hinn hæsta að athvarfi þínu.
Engin ógæfa hendir þig, og engin plága nálgast tjald þitt.
Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.
Þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.
Þú skalt stíga ofan á höggorma og nöðrur, troða fótum ljón og dreka.
"Af því að hann leggur ást á mig, mun ég frelsa hann, ég bjarga honum,
af því að hann þekkir nafn mitt.
Ákalli hann mig, mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni,
ég frelsa hann og gjöri hann vegsamlegan.
Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt."

sálmur 91


Sporin í sandinum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Nótt eina dreymdi mann draum.

Honum fannst sem hann væri á gangi
eftir ströndu með Drottni. Í skýjum
himins flöktu myndir úr lífi mannsins.
Við hverja mynd greindi hann tvennskonar
fótspor í sandinum, önnur hans eigin,
og hin Drottins.

Þegar síðasta myndin birtist fyrir augum hans,
Leit hann um öxl á sporin í sandinum.
Hann tók eftir því að víða á leiðinni voru aðeins ein spor.
Hann sá einnig að það var á þeim augnablikum Lífsins,
sem hvað erfiðust höfðu reynst.
Þetta olli honum miklu hugarangri og hann tók
það ráð að spyrja Drottinn hverju þetta sætti.

“Drottinn, þú sagðir að þegar ég hefði ákveðið að
 fylgja þér, myndir þú ganga alla leiðina í fylgd með mér.
 En ég hef tekið eftir að meðan á erfiðustu stundum
 lífs míns hefur staðið, eru bara ein fótspor í sandinum.
 Ég get ekki skilið hvernig þú gast fengið af þér að skilja
 mig eftir einan þegar ég þarfnaðist þín mest ”.

Drottinn svaraði: “Þú dýrmæta barn mitt.
Ég elska þig og myndi aldrei skilja þig eftir eitt.
Á meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu
þar sem þú sérð aðeins ein fótspor var það ég sem bar þig “.

Kærleikurinn er Mestur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.
Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.
Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.
En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum.
Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.
Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.
En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. 

 1Kór 13


Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.

 Sálmur 23


Bæn



 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guð helgur andi, heyr oss nú,
ó, heyr vér biðjum: Veit oss rétta trú,
huggun hjörtum mæddum
heims í eymda kjörum,
svölun sálum hræddum,
síðast burt er förum.
Streym þú líknarlind.

Þú blessað ljós, ó lýs þú oss
í líknarskjólið undir Jesú kross.
Veit oss hjálp að hlýða
hirði vorum góða
lausnaranum lýða,
lífgjafanum þjóða.
Streym þú líknarlind.

Þú kærleiksandi kveik í sál
þann kærleikseld, er helgi verk og mál,
að í ást og friði
æ vér lifað fáum,
uns að æðsta miði
allir loks vér náum.
Streym þú líknarlind.

Þú huggun æðst í hverri neyð,
oss hjálpa þú og styð í lífi og deyð.
Veit þú að oss eigi
afl og djörfung þrjóti,
er hinn óttalegi
óvin ræðst oss móti.
Streym þú líknarlind.

Guð helgur andi, á hinstu stund
oss hugga þú með von um Jesú fund.
Þá er þrautin unnin,
þá er sigur fenginn,
sælusól upp runnin,
sorg og þrenging engin.
Streym þú líknarlind.

(Lúther; þýð. Helgi Hálfdánarson) 


Heilagur andi

 bible_spirit_dove.jpg
Heilagur andi er uppspretta sannleikans.
Biblían segir: Jh 14:16-17 Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu, anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður.

Að fæðast að nýju er að taka við Heilögum anda.
Biblían segir: Jh 3:5-7 Jesús svaraði: Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur komist inn í Guðs ríki, nema hann fæðist af vatni og anda. Það sem af holdinu fæðist, er hold, en það sem af andanum fæðist, er andi. Undrast eigi, að ég segi við þig: Yður ber að fæðast að nýju.

Til að öðlast Heilagan anda þurfum við einungis að biðja og síðan að hlýða leiðbeiningum hans.
Biblían segir: Lk 11:13 Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim Heilagan anda, sem biðja hann. Og P 5:32 Vér erum vottar alls þessa, og Heilagur andi, sem Guð hefur gefið þeim, er honum hlýða.

Heilagur andi er hluti Guðdómsins.
Biblían segir: P 5:3-4 En Pétur mælti: Ananías, hví fyllti Satan hjarta þitt, svo að þú laugst að Heilögum anda og dróst undan af verði lands þíns? Var landið ekki þitt, meðan þú áttir það, og var ekki andvirði þess á þínu valdi? Hvernig gastu þá látið þér hugkvæmast slíkt tiltæki? Ekki hefur þú logið að mönnum, heldur Guði.

Heilagur andi er Guð í þeim og á meðal þeirra sem trúa.
Biblían segir: Mt 18:19-20 Enn segi ég yður: Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim. Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.

Heilagur andi er til staðar á erfiðum tímum.
Biblían segir: Mt 10:19-20 En þá er menn draga yður fyrir rétt, skuluð þér ekki hafa áhyggjur af því, hvernig eða hvað þér eigið að tala. Yður verður gefið á sömu stundu, hvað segja skal. Þér eruð ekki þeir sem tala, heldur andi föður yðar, hann talar í yður.

Heilagur andi hjálpar okkur að tilbiðja Guð.
Biblían segir: Jh 4:23-24 En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra, er þannig tilbiðja hann. Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.

Heilagur andi gerir okkur kleift að tala um andlega hluti með miklum mætti.
Biblían segir: P 1:8 En þér munuð öðlast kraft, er Heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.
 
 
Oftast er í Gamla testamentinu talað um heilagan anda sem kraft sem Guð sendi yfir tilteknar persónur þegar hann kallaði þær til þess að vinna ákveðin verk. Dómararnir í Ísrael eru dæmi um það, til dæmis Debóra sem var kona (Dómarabókin 4. - 5. kap.), Gídeon (Dómarabókin 6. - 8. kap.) og Samson (Dómarabókin 13. - 16. kap.). Konungurinn í Ísrael var smurður og merkti smurningin að andi Drottins var honum gefinn. Í samræmi við það nefndist konungurinn Messías eða hinn smurði Drottins.

Eins fengu spámenn heilagan anda. Þegar Ísraelsþjóðin var herleidd til Babýlon á árunum 586-536 f.Kr. hófu spámenn hennar að endurmeta hugmyndir þjóðarinnar um stöðu sína og hlutverk sem þjóðar. Stofnanirnar sem hún hafði áður tengt anda Guðs, konungdæmið og musterið, voru báðar horfnar. Spámennirnir fengu þjóðina til þess að hætta að horfa til fortíðar og horfa þess í stað til framtíðar, þegar sendiboði Guðs kæmi smurður heilögum anda að leysa alla menn undan viðjum ánauðar syndar og dauða. Hugtakið Messías tók þá að merkja frelsara þjóðarinnar sem ætti eftir að koma
 
Nýja testamentið lítur þannig á að þessir spádómar Gamla testamentisins hafi ræst í Jesú. Allt Nýja testamentið er skráð út frá þeirri fullvissu, að Jesús sé hinn fyrirheitni Messías. Og á grundvelli þess játa kristnir menn um Jesú: "Jesús er Kristur, hinn smurði, Messías, sá sem var fylltur anda Drottins og sá sem veitir anda Drottins, heilögum anda, til fylgjenda sinna."

Áður en Jesús gekk út til pínu sinnar hét hann að gefa lærisveinum sínum heilagan anda til þess að hjálpa þeim, fræða þá og styrkja: "Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu, anda sannleikans" (Jóhannesarguðspjall 14.16-17). Þessi sannleiksandi á að vitna um Krist í hjörtum lærisveinanna og hvetja þá til vitnisburðar um hann í orðum og verkum.

Í Postulasögunni 2. kapitula er svo greint frá því hvernig þetta fyrirheit rættist. Páll postuli lýsir svo í einu bréfa sinna hvaða ávöxtu heilagur andi geti borið í samfélagi lærisveina Jesú: "Ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð, bindindi." (Galatabréfið 5.22)

Hvað merkir það að vera endurfædd kristin manneskja?


Spurning: Hvað merkir það að vera endurfædd kristin manneskja?

Svar: Sígildur kafli í Biblíunni sem svarar þeirri spurningu er Jóhannes 3:1-21. Drottinn Jesús Kristur er að tala við Nikódemus, áhrifamikinn farísea og ráðherra meðal Gyðinga. Nikódemus hafði komið til Jesú á næturþeli. Nikódemus var með spurningar sem hann vildi bera upp við Jesúm.

Meðal þess sem Jesús sagði við Nikódemus var þetta: „Sannlega, sannlega segir ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju.” Nikódemus segir við hann: „Hvernig getur maður fæðst, þegar hann er orðinn gamall? Skyldi hann geta komist aftur í líf móður sinnar og fæðst?” Jesús svaraði: Sannlega, sannlega segir ég þér: Enginn getur komist inn í Guðs ríki, nema hann fæðist af vatni og anda. Það sem af holdinu fæðist er hold, en það sem af andanum fæðist er andi. Undrast eigi, að ég segi við þig: Yður ber að fæðast að nýju… (Jóhannes 3:3-7).

Orðið „endurfæddur” merkir bókstaflega „fæddur að ofan”. Nikódemus hafði brýna þörf. Hann þurfti að breyta hjarta sínu – undirgangast andlega umsköpun. Ný fæðing, það að endurfæðst, er verk Guðs og miðlar eilífu lífi til þess einstaklings sem trúir á Guð (Seinna Kórinsubréf 5:17; Títusarbréf 3:5; Fyrra Pétursbréf 1:3; Fyrsta Jóhannesarbréf 2:29; 3:9; 4:7; 5: 1-4, 18). Jóhannes 1:12-13 gefur til kynna, að „endurfæddur” beri líka með sér hugmyndina um að „verða Guðs börn” með því að treysta nafni Jesú Krists.

Sú rökræna spurning hlýtur að vakna: „Hvers vegna þarf manneskja að endurfæðast?” Í bréfi sínu til Efesusmanna (2:1) segir Páll postuli: „Þér voruð eitt sinn dauðir vegna afbrota yðar og synda.” Og Rómverjum skrifaði postulinn í bréfinu til þeirra (3:23): „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.” Þannig þarf manneskja að endurfæðast til að fá syndir sínar fyrirgefnar og vera í sambandi við Guð.

Hvernig getur það orðið? Í Efessusbréfinu 2:8-9 segir: „Því af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því.” Þegar manneskja hefur verið „frelsuð” hefur hún fæðst að nýju, verið andlega endurnýjuð, og er nú Guðs barn í krafti endurfæðingarinnar. Að treysta Jesú Kristi, sem greiddi syndagjaldið þegar hann dó á krossinum, felur í sér að „endurfæðast” andlega. „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til…” (Seinna Kórintubréf 5:17).

Ef þú hefur aldrei treyst Drottni Jesú Kristi sem frelsara þínum, viltu þá velta fyrir þér áminningu Heilags anda þegar Hann tala til hjarta þíns? Þú þarft að endurfæðast. Viltu biðjast iðrunarbænar og verða ný sköpun í Kristi á þessum degi? „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans. Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.¨

Ef þú vilt taka við Jesú Kristi sem frelsara þínum og fæðast á ný, þá er hér einföld bæn. Mundu að það mun ekki frelsa þig að fara með þessa bæ eða neina aðra. Það er aðeins með því að trúa og treysta Kristi Jesú sem þú getur frelsast undan syndinni. Þessi bæn er einfaldlega ein leið til að tjá Guði trú þína á Hann og þakka Honum fyrir að sjá fyrir hjálpræði þínu.

Guð, ég veit að ég hef syndgað gegn Þér og verðskulda refsingu. En Jesús Kristur tók á sig refsinguna sem ég verðskuldaði, svo mér yrði fyrirgefið fyrir trúna á Hann. Ég sný baki við syndum mínum og treysti á Þig til hjálpræðis. Þakka þá undursamlega náð þína og fyrigefningu – gjöf eilífs lífs. Amen.

 

Eina skilyrði til að sættast við hinn Lifandi Guð er einfalt, svo sára einfalt... Bara að trúa á Jesús.

Jóhannes 3.16-21 (aðalega 18. vers)

16Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. 17Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn heldur til þess að frelsa hann.
18Sá sem trúir á son Guðs dæmist ekki. Sá sem trúir ekki er þegar dæmdur því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina. 19En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið því að verk þeirra voru vond. 20Hver sem illt gerir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins svo að verk hans verði ekki uppvís. 21En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins svo að augljóst verði að verk hans eru í Guði gerð.
 


Alvæpni Guðs

 Efesusbréfið 6:10-20 talar um hver alvæpni Guðs eru.

 

1) Belti sannleikans. 

2) Brynja réttlætisins.

3) Skór Fúsleikans.

4) Skjöldur trúarinnar.

5) Hjálmur hjálpræðisins.

6) Sverð Andans.

 

 

 

Skoðum aðeins betur hvernig alvæpni Guðs virka og hvaða tilgangi þau þjóna.

Styrkur okkar í trúargöngunni verður að koma frá Drottni því að ef við eigum ekki samfélag við hann og fáum kraft frá honum að þá munum við fljótlega gefast upp í trúargöngu okkar. Við þurfum að klæðast alvæpni Guðs svo við fáum staðist vélabrögð djöfulsins. Hinir ólíku hlutar þessa alvæpnis tákna andlega viðmótið, sem hinn trúaði verður að hafa . Með þessu Alvæpni er hinn trúaði verndaður og ekki hægt að snerta hann í þjónustu valdsins. Allt sem hann þarf að gera, er að viðhalda þessum vopnum vel og íklæðast þeim dyggilega. En nú skulum við skoða hvað þessi alvæpni gera.

1) Fyrsta vopnið er, sannleiksbeltið. Það táknar hreinan skilning á Orði Guðs. Það heldur vopnum okkar á sínum stað, rétt eins og belti hermannsins gerir.

2) Annað vopnið er brynja réttlætisins, þetta hefur tvöfalda merkingu; Jesús er réttlæti okkar, og að við setjum hann í fyrsta sætið. Það sýnir líka hlýðni okkar við Orð Guðs.

3) Þriðja vopnið er að fætur okkar eru skóaðir með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. Þetta táknar trúfesti í þjónustunni við að breiða út Orð Guðs

4) fjórða vopnið er skjöldur trúarinnar. Skjöldurinn skýlir öllum líkamanum. Þetta táknar fullkomið öryggi okkar undir blóði Krists, þar sem enginn kraftur óvinarins getur komist í gegn.

5) Fimmta vopnið er hjálmur hjálpræðisins. Í fyrra Þessalonikubréfi.5;8 er talað um von hjálpræðisins. Von hjálpræðisins er eini hjálmurinn, sem varið getur höfuð okkar á þeim tíma þegar vikið er frá sannleikanum. Þá er átt við að þessi hjálmur ver þig þegar menn fara út í villukenningar eða birja að kenna eitthvað annað en Guðs orð segir.

6) Sjötta vopnið er sverð Andans, sem er Orð Guðs.Þetta sýnir að nota á Orð Guðs til sóknar. Hin vopnin eru aðallega til varnar, en sverðið – Orð Guðs – er vikrt sóknarvopn. Efefs.6.18 segir Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum. Skilurðu hvers vegna bænabaráttan virkar ekki alltaf? Það er vegna þess að við höfum ekki íklæðst hertygjunum. Við erum fyrst tilbúin í bænabaráttu, þegar við erum skrídd alvæpninu. Bænir beðnar í Andanum framkvæma verkið.

 


BIBLÍAN

jesus-bible-14g.jpg

Hvernig fengum við Biblíuna? Guð sagði fólkinu að hann hefði ákveðið hvað ætti að segja og skrifa. Biblían segir: 2Pt 1:21 Því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns, heldur töluðu menn orð frá Guði, knúðir af heilögum anda.

Guð er uppspretta allra upplýsinga í Biblíunni. Biblían segir: 2Tm 3:16 Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti,

Biblían kynnir okkur fyrir Jesú Kristi. Biblían segir: Heb 1:1-2 Guð talaði fyrrum oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámannanna. En nú í lok þessara daga hefur hann til vor talað í syni sínum, sem hann setti erfingja allra hluta. Fyrir hann hefur hann líka heimana gjört.

Í hvaða tilgangi var Ritningin skrifuð? Rm 15:4 Allt það, sem áður er ritað, er ritað oss til uppfræðingar, til þess að vér fyrir þolgæði og huggun ritninganna héldum von vorri.

Hvað getur Ritningin gert fyrir þann sem trúir? 2Tm 3:15 Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú.

Undir hvaða kringumstæðum er skilningi á guðlegum efnum lofað? Ok 2:1-6 Son minn, ef þú veitir orðum mínum viðtöku og geymir boðorð mín hjá þér, svo að þú ljáir spekinni athygli þína, hneigir hjarta þitt að hyggindum, já, ef þú kallar á skynsemina og hrópar á hyggindin, ef þú leitar að þeim sem að silfri og grefst eftir þeim eins og fólgnum fjársjóðum, þá munt þú skilja, hvað ótti Drottins er, og öðlast þekking á Guði. Því að Drottinn veitir speki, af munni hans kemur þekking og hyggindi.

Ekki sniðganga það sem þér kann að finnast óþægilegt. Jer 26:2 ...tala...öll þau orð, sem ég hefi boðið þér að tala til þeirra. Þú skalt ekki draga neitt orð undan.

Þegar þú skilur ekki það sem þú lest er Heilagur andi sendur þér til hjálpar. Biblían segir: Jh 16:13-14 En þegar hann kemur, andi sannleikans, mun hann leiða yður í allan sannleikann. Hann mun ekki mæla af sjálfum sér, heldur mun hann tala það, sem hann heyrir, og kunngjöra yður það, sem koma á. Hann mun gjöra mig dýrlegan, því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður.

Biblían er leiðarvísir sem sýnir okkur hvernig við eigum að lifa. Biblían segir: Sl 119:19 Ég er útlendingur á jörðunni, dyl eigi boð þín fyrir mér.

Biblían veitir visku. Sl 119:99 Ég er hyggnari en allir kennarar mínir, því að ég íhuga reglur þínar.

Biblían býður hjálp þegar leiðin virðist óskýr. Sl 119:105 Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.

Biblían gefur okkur lög og reglur Guðs sem ekki munu breytast. Biblían segir: Mt 5:18 Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.

Hvernig ættum við að rannsaka orð Guðs? Biblían segir: P 17:11 Þeir tóku við orðinu með allri góðfýsi og rannsökuðu daglega ritningarnar, hvort þessu væri þannig farið.

Hverja sagði Jesús vera sæla? Lúk 11:28 Hann sagði: Já, því sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband